Inngangur
Hér í eftirfarandi grein mun ég telja upp alla stjórnmálaflokka landsins og miðla upplýsingum um þá. Hvenær voru þeir stofnaðir? Fyrir hvað standa þeir? Eru þeir í stjórnarandstöðu eða eiga þeir ráðherra í ríkisstjórninni? Eru þetta stórir eða litlir flokkar?
Þessum spurningum og eflaust fleirum mun ég svara á eins góðan og vandaðan hátt og ég get.

Sjálfstæðisflokkur
Sjálfstæðisflokkurinn er með 22 menn sitjandi á þingi og þar af sjö ráðherrar. Halldór Blöndal sem er forseti þingsins er einnig í flokknum. Formaður flokksins er Davíð Oddson. Flokkurinn var stofnaður 25. maí 1929. Flokkurinn er lýðræðisflokkur og er stefna flokkisins sú að fólk njóti ávaxta sinna verka og sjá afrakstur þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins, en hann fékk rúm 33% taldra atkvæða í síðustu þingkosningum.

Framsóknarflokkur
Framsóknarflokkurinn á 12 sitjandi þingmenn og þar af fimm ráðherra og eru því í minnihluta í ríkisstjórninni. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er formaður flokksins.
Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi þann 16. desember árið 1916. Flokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu. Stefna hans er að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við. Framsóknarflokkur er þriðji stærsti flokkur landsins en hann fékk um 18% atkvæða í síðustu þingkosningum.

Samfylkingin
Samfylkingin á nú 20 þingmenn á Alþingi. Flokkurinn á engan ráðherra því hann er í stjórnarandstöðunni. Össur Skarphéðinsson er formaður flokksins. Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í byrjun maí 2000, þó að upphaf flokksins hafi verið sameiginlegt framboð þriggja flokka árið 1999. Flokkurinn er vinstriflokkur. Stefna flokksins er kröftug menntasókn, framsýn efnahagsstefna og góð velferðarþjónusta og vaxandi velsældar. Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkiningin 31% atkvæða.

Vinstri hreyfingin – Grænt framboð
Vinstri grænir eiga 5 sitjandi þingmenn. Flokkurinn er líkt og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og á því engan ráðherra í ríkisstjórn. Stofnfundur Vinstri-Grænna var haldinn dagana 5-6. febrúar árið 1999. Steingrímur J. Sigfússon er formaður flokksins.
Markmið flokksins er að berjast fyrir jafnrétti, jöfnuði, réttlæti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, lýðræði, sjálfstæði þjóðarinnar og friðsamlegri sambúð þjóða. Eins og nafnið gefur til kynna er flokkurinn vinstri flokkur. Í síðustu þingkosningum fékk flokkurinn tæp 9% atkvæða.

Frjálslyndiflokkurinn
Frjálslyndiflokkurinn á 4 sitjandi þingmenn, en engan ráðherra því þeir eru í stjórnarandsttöðu. Frjálslyndi flokkurinn var formlega stofnaður af Sverri Hermannssyni og fylgismönnum hans þann 26. nóvember 1998. Sverrir Hermannson er formaður flokksins. Aðal áherslan í stefnu flokksins er sjávarútvegsmál. Frjálslyndi flokkurinn er stjórnmálahreyfing sem leggur áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti þegnanna. Í síðustu þinkosningum fékk flokkurinn 7,4% fylgi.