Stofnanir gott/slæmt

Þessari grein er ætlað að skapa af sér miklar umræður.

Þetta er óbeint framhald greinar minnar um hvernig fyrrum tugthúsmeðlimir á borð við Árna Johnssen reyna að koma sjálfum sér á framfæri og aftur í pólitík sinnar heimabyggðar og hvernig mér finnst siðferðislega rangt af mönnum á borð við Halldór Ásgrímsson af hafa tekjur af kvóta sem ætti að vera sameign þjóðarinnar.

Ég var harkalega gagnrýndur fyrir að skrifa þá grein illa, færa ekki rök fyrir máli mínu og ganga út frá því sem vísu að þessi atriði væru almennur fróðleikur.

Nú ætla ég að taka fyrir það litla sem ég veit um rekstur stofnana ríkis og borgar og fara yfir hvað mér finnst vera gert rétt, hvað rangt og hvernig peningar mættu vera notaðir á skynsamlegri hátt.

Grunnskólar Reykjavíkur: Mikilvægi þeirrar stofnunar er öllum vonandi ljóst. Með það í huga að í öllum skólum sitja skólastjórar sem sjá um rekstur síns skóla mætti álykta að starfsmenn Grunnskóla Reykjavíkur væru ekki svo margir fyrir utan þá sem vinna í skólunum sjálfum. Neibbs, taldi um 70 netföng hjá “Fræðslumiðstöð Reykjavíkur” A.K.A Grunnskólar Reykjavíkur.

70 manns vinnandi utan skólanna. Hvað ætli það kosti? Þar sem þetta eru þannig stöður þá mundi ég lauslega giska á MINNST 250 milljónir. Þarf yfir 70 manneskjur að sjá um rekstur grunnskólanna hvað gera skólastjórarnir? Hvað fáum við fyrir þennan kvart-milljarð?

Orkuveitan: Hvað er hægt að segja um það kompaní?
Jú, þeir hækka verðið því það var ekki verslað nægilega mikið við þá til að skila nógu miklum arði. Ætli þeir geri sér grein fyrir að sú vara sem þeir bjóða er ALGJÖR nauðsynjavara og fáir ef einhverjir komast af án þess að versla við þá?
Mig grunar að “Zillus” finnist þetta ekki OK því hann fílar samráð eða auðhringamyndun, því ekki einokun? Fílar þú einokun Zillus?

Nóg um hann. Orkuveitan sem er samansafn eldri ríkistofnana, hitaveitunar,rafmagnsveitunar og vatnsveitunar hafði úr gífurlega miklu að moða. Þau ríkisfyrirtæki höfðu ekki grætt hratt en náð á löngum tíma að safna gríðalgum auð. Orkuveitan eyddi þeim pening í nýtt húsnæði sem var allt nema nauðsynlegt. Ég ætla ekki að minnast á hvernig að þeim framkvæmdum var staðið en vitna í einn félaga minn sem komst að orði # afhverju þarf loftræstingu í svonastórt hús?“ og meinti það í kaldhæðni.

Félagsþjónustan: Hérna er komin stofnun sem á skilið hrós. Fyrir nokkrum árum heyrði maður aftur og aftur um fólk sem lifði á bótum því það átti svo bágt því það skáldaði sér ástæður.
Í dag er loksins tekið á þessu og það gerir Félagsþjónustan. Í dag er fólki sem kannski vegna andlegrar vanlíðunar gat ekki unnið gefið tækifæri (og reyndar einnig ýtt undir að fólk nýti þau)til að fara í nokkurskonar endurhæfingu, vinnusmiðjur fyrir allt frá unglingum til eldra fólks spretta upp og í boði eru námskeið, uppbygging og í raun nokkurskonar hjálp við fólk sem þarf að komast aftur í takt við samfélagið. Ef einhver ríkistofnun er að hugsa um að láta hverja krónu gleðja sem flesta þá grunar mig að það sé félagsþjónustan.

Alþingi: Líkt og Orkuveitan var ráðist í byggingarframkvæmdir, engu var til sparað enda bjóst örugglega enginn við því. Tilgangurinn var að… stækka því Alþingishúsið var ekki nógu stórt (held ég).

Samkeppnisstofnun: Hefur þarft verk að vinna enda mörg mál sem stofnunin hefur úrskurðað um undanfarin ár, aðstæður í íslensku efnahagslífi eru ekki hagstæðar neytendum á margan hátt og á sumum sviðum atvinnulífsins er nær útilokuð innganga á markaði ekki endilega vegna smæðar markaðarins heldur vegna ofríkis einstakra fyrirtækja.

Lögreglan: Ofbeldi og ótti eru helstu vopn glæpamanna.
Mig grunar að vegna undirmönnunar og skorts á réttum tækjabúnaði vegna skorts á fjármagni þá sé ótti ríkjandi innan lögreglunar, ótti við glæpamenn sem sífellt verða herðsvífnari og miskunnarlausari.
Mig svíður undan því að vita að lögreglumönnum sem leggja líf sitt og heilsu að veði við starf sitt sé ekki sýnd sú virðing sem þeir eiga skilið.
Öll viljum við geta treyst á að lögreglan bregðist fljótt og örugglega við þegar við þurfum á henni að halda. Ég var sjálfur stoppaður á rétt yfir 45 í 30 götu í seinustu viku og þarf að blæða 7500kr fyrir það, en á ég að kenna löggunni um? Gerði hún eitthvað vitlaust? eða var það ég?
Aldrei gæti ég verið lögga. Ég gæti aldrei afborið að upplifa það sem þeir þurfa að upplifa, gera það sem þeir þurfa að gera. Aldrei gæti ég unnið við að koma að slysstöðum, umferðaslysum, sjálfsmorðum, morðum eða þurfa að sýna stillingu í garð ofbeldismanna. Tryggjum þeirra öryggi betur því ég held að svona menn/konur séu sjaldséðir/séðar.

Borgarstjórn: Heilræði til þeirra ” Ekki segja eitt og gera annað “ og ” margur heldur mig sig "

LSH: Hvernig spítlar eru reknir fjárhagslega má setja í hendur viðskiptafræðings en Guð forði okkur frá því að sá viðskiptafræðingur geti haft áhrif á gæði, skipulag og fyrirkomulag þeirrar lækningar sem við fáum. Látum læknana sjá um það. Góður stjórnandi á að hlusta á og virða skoðanir síns fólks og ekki að þvinga með með valdi neina framkvæmd nema hann geti með góðum rökum stutt þá framkvæmd og sýnt að niðurstöður hennar verði eftirsóknarverðar.



Nú er ég búinn að masa smá, vonandi getur hr. Zillus talið þetta sem grein.

En gott fólk, ríkið og borg spandera ykkar peningum alla daga. Hafið augun opin því enginhn er að fylgjast með (af einhverju viti) hvað er gert við þessa peninga. Látið í ykkur heyra ef ykkur blöskrar, hættum að sætta okkur við að vera fífluð á þennan hátt.