Góðan dag. Ég er einn af þeim sem er búinn að fá mig fullsaddann af þessari krónu okkar og gengislækkun hennar. Sérstaklega þar sem hvaða kaupmaður sem er notfærir sér stöðu hennar. Ég persónulega er búinn að fá leið á því að stóru mennirnir hérna segja alltaf, já þetta er útaf því að dollarinn er að hækka, þá þurfum við að hækka (sem er náttúrulega rökrétt), og svo líka heimsmarkaðsverð hækkaði í gær og blablabla. Þetta er það eina sem við heyrum frá þeim mönnum sem víst grunur liggur á að séu að halda krónunni lágri og lækka hana jafnvel.
Ég segi, jú þetta eru bæði rökréttar útskýringar fyrir hækkun á einhverju eins og vöruverði o.s.frv. en til hvers?
Ég spyr til hvers? Til hvers að halda í eins óstöðugan gjaldmiðil og krónan er þegar við getum tekið upp nýjan, sem er tryggari? Til hvers að halda í gjaldmiðil sem virðist taka á sig það rosalega stökk eins og hún er að gera núna, og endi með því að við kaupum brauð fyrir þúsund kall eða meira? OG það í þessu svakalega góðæri??
Ég heyrði skemmtilega ástæðu fyrir því af hverju við tókum ekki upp evruna og gengum í evrópusambandið, um daginn. Hún var sú að Ísland var eina landið sem ekki var á gjaldmiðlinum. Þessi skýring væri fín fyrir frændur vor, Norðmenn ;), en hún er út í hött. Ástæðan er jú hver? Það eru stóru kallarnir sem græða á þessu. Þeir gera fína hluti fyrir sig og sína meðan krónan er lág. En þetta er hlutur sem má ekki gerast. Síðan þegar krónan hækkar aftur, og hlutir lækka í verði, þá eiga þeir margar millur, ekki satt?
OPNIÐI AUGUN. Hættum með íslensku krónuna. Eins og skot.
Hún er úreltur gjaldmiðill. Ég vill evruna eða dollar, eitthvað sem er stöðugt og/eða stöðugra en blessuð krónan. Hún hefur lækkað um 25 bölvuð prósent á einu ári!!! Og mun fara lækkandi, og við viljum ekki verða að þjóð sem verður gjaldþrota, og/eða verða eins og lýðurinn í Rússlandi, á ekki bót fyrir boruna á sér!!!

Hvað finnst ykkur. Finnst ykkur þetta út í hött? Finnst ykkur ekki vera að í raun að svindla á ykkur með svona braski? Fínt að hafa hlutina svona? VIÐ sem Íslendingar eigum ekki að sitja á rassinum og horfa upp á þetta gerast. Við þurfum að gera eitthvað.
Þetta á að heita lýðræði, og þegar það á að vera lýðræði ætti lýðurinn þá ekki að geta gert eitthvað í málunum?

Nefnið dæmi hvort væri betra, og komið með góð rök fyrir máli ykkar. Eða einfaldlega styðjið þetta. Þetta er ekki vitlaust.
Ég þakka fyrir mig

ViceRoy