Örlítil hugleiðing varðandi frelsi Hér kemur smá hugleiðing um fresli sem ég skrifaði niður.

Ég hef aldrei skilið þetta frelsis-hugtak hægrimanna. Er einhver innistæða fyrir frösum eins og “frelsi einstaklingsins” og annað slíkt? Þá svarar hægrimaðurinn sjálfsagt: “Já, við viljum lægri skatta svo að fólk ákveði sjálft hvað það gerir við peningana! - Það er frelsi til að ákveða sjálfur.” -Og hann myndi eflaust líka segja að það að geta keypt kynlíf og allskonar fíniefni sé bara aukið frelsi, því þú þarft ekkert að gera það frekar en þú vilt það, er það? Þú átt líka að geta valið um það hvort að þú mengir nátturuna o.s.fv. Hægrimennirnir fara þá eftir þeirri grundvallarhugsun að menn megi gera það se þeim sýnist ef það skaðar ekki annan, sem er auðvitað mjög rökrétt.
En stöldrum aðeins við, er þetta frelsi? Er frelsi ekki að geta verið nokkurnveginn öruggur um að þú fáir góða menntun handa börnum þínum, þurfir ekki að taka lán til að borga læknakostnað og að geta valið eitthvað starf sem ekki endilega skilar beinum hagnaði til einhvers aðila heldur fer ágóðinn til samfélagsins í heild sinni? Dæmi um menn í slíkum störfum eru sagnfærðingar, rithöfundar og tónlistarmenn. Er þetta ekki frekar frelsi.
Er það eitthvað and-frelsi að geta andað að sér fersku og hreinu lofti án þess að þakka Jóni í skífunni fyrir? Er það and-frelsi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að 16-ára stelpan þín lendi í alþjóðlegum mannsalshringjum o.s.fv.?

Ég held að hugtakið frelsi hafi verið illa misþyrmt seinustu góðærisár.