Þessi grein að einhverju leiti svar og við fyrri grein hér á huga en að nokkru leiti sjálfstæð viðbót við henni líka.




Einhver sagði að “vald tempri vald” og má vel vera að sá hinn sami hafi haft rétt fyrir sér.
Það eru líka megin forsendur fyrir því að við höfum þrískiptingu ríkisvaldsins hér á landi enda minkar það fyrirkomulag líkurnar á að hér komist til valda geðveikur einræðisherra.

Þrískiptingin er líka fest í stjórnarskránni í 2. gr. hennar en þó bera að hafa í huga 1. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Síðan er ákvæðið ekkert skýrt frekar og geta menn því túlkað hvað þingbundin stjórn er að vild. Það hefur þó myndast hefð fyrir þvi fyrirkomulagi sem nú er við lýð. Því má tala um nokkurs konar stjórnskipunarvenju.

Eins og fram hefur komið í grein hér á undan er framkvæmdarvaldið háð löggjafarvaldinu og að því leitt að dómsvaldið sé að vissu leiti háð því líka. Þó ber að athuga að dómarar eru æviráðnir og þeim verður einungis vikið úr sæti með dómi. Því má túlka það sem svo að dómarar séu að vissu leiti óháðir framkvæmdarvaldinu og í raun krumlum stjórnmálamansins. Þó svo einhver flokkur fái hér 51% atkvæða þá er ólíklegt að allir hæstaréttardómarar láti af störfum á þeim tíma svo að ráða þurfi nýja. Ráðningar í hæstarétt eru ekki það algengar.

Stjórnarskrá lýðveldisins takmarkar líka hendur löggjafans svo og framkvæmdarvaldsins. Því getur flokkur sem nær hér yfir 50% atkvæða ekki sett lög um hvað sem er. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ágætt að skoða 4-6 kafla stjórnarskrárinnar en hann fjallar um réttindi sem vernda þjóðfélagsþegna landsins.

Í Bandaríkjunum er t.d. kosið löggjafarvald í sér kosningu og framkvæmdarvaldið er í raun í höndum forsetans og hann deilir því svo til ráðherra sem hann skipar og þurfa því ekki endilega að vera pólitískir. Þess ber að geta að ráðherrar í USA eru oftast menntaðir á því sviði sem þeirra ráðuneyti sér um þá eru til dæmis fjármálaráðherrar þeirra oftast hagfræðingar og þannig mætti legngi telja.

Bandaríska leiðin er ein leið til að breita um stjórnkerfi hér, önnur leið er að fara þá leið að leggja fleirri máli undir þjóðaratkvæði og oft er talað í þeim efnum um umræðupólitík og leifa fólkinu að ráða meiru. Gallinn við þá hugmynd er bara sá að þá þyrfti fólk að fara að setja sig inn í svo mörg mál sem það hefur ekki endilega áhuga á eða tíma, því aukast likurnar á að því sem kallast þvingun meirhlutans. Lýðræðislegri aðferðir eins og margir vilja kalla þessa leið, leiðir ekki endilega til lýðræðislegar samfélags. Aðal markmið ríkistjórna hlýtur að vera að tryggja borgurum landsins ákveðin lágmarksréttindi og sjá til þess að ekki sé gengið á þau.

Svona rétt í lokin þá vil ég benda þeim mönnum sem hafa haldið því fram að menn sem hafi flokkskírteini í Sjálfstæðisflokknum fá vægari dóma en aðrir að allt tal um slíkt er hreint og klárt bull.. Réttarkerfið er nokkuð vel varið fyrir slíkum hlutum. Alla dóma þarf að byggja á réttarheimildum og heimildir á borð við réttarvenju, fordæmi, meginreglur laga og eðli máls stuðla allar að því að allir menn njóta sömu réttinda fyrir dómi. Ef einn maður fær vægari dóm fyrir sama bort og annar verður að teljast að um fordæmi sé að ræða og allir sem koma á eftir fá því líka vægari dóm. Þetta er liður í því að hér ríki réttaöryggi og að menn geti því gengið að því vísu að þeir fái sömu refsingu fyrir sama brot.