Smá pæling.

Afhverju tekur meirihlutinn öll ráðherra sætin ?
Afhverju er þeim ekki deilt eftir atkvæðum ?

Þetta er ekki lýðræði, þetta er “meirihlutaræði” og er þá verið að nýðast á þeim þjóðfélagshópum sem eru ekki nægilega fjölmennir til að láta heyra í sér.

Sem dæmi, blint fólk.

Ég vill nú frekar meina að þeir sem styðji ríkisstjórnina séu blint fólk en ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina.

Vald ríkisandstöðu er ótrúlega takmarkað.
Þeir flokk leiðtogar sem halda núna ríkisstjórn eru með alla sína flokksmenn kúgaða og hafa þannig fullkomið vald yfir öllum þeim atkvæðum.

(Fyrir utan nokkrar hugrakkar sálir sem ég dáist að)

Ríkisandstaðan hefur ekkert nema atkvæði á þingi og stjórnar engu Ráðuneyti.

Semsagt, ríkisstjórn stjórnar byggingu laga og breytinga, samþykkt þeirra og stefnir nú á að taka neitunarvaldið af forseta íslands.

(svo ekki sé nefnt að hún er með fingurnar í fjölmiðlum)






Þetta er hætt að kallast lýðræði þegar þetta er farið að lýta svona út.
Þetta kallast einræði deilt milli tveggja manna.

Flestir þeir sem ég þekki sem hugsa sér eða hafa verið að kjósa sjálfsstæðisflokkinn sjá eigin hagsmuni speglaða þar (venjulega há-launað fólk eða fólk sem stefnir þangað) þekkir eitthvað til flokksins persónulega, eða er hræðilega stressað við breytingar.
(Seinasti hópurinn er í miklum meirihluta)


Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur þegar ég sé þessa flokka vinna kosningar og þetta er engan veginn til að setja einhverja áherslu.
Ég raunverulega dauðskammast mín fyrir heimsku landans.





Jæja, keppist við að slíta þetta í sundur eða skjóta á stafsetningarvillur.
Ebeneser