Betra er seint en aldrei er sagt spekingslega og það á við núna þegar mælirinn er fullur.
Ástæða þessa erindis er viðtal við forstöðumann í leikskóla þar sem hún lagði mikla áherslu á að reynt verði til hlýtar að ala með börnum lýðræðisvitund með kostum sínum og göllum. Bera ábyrgð á eigin gjörðum og taka afleiðingum mistaka sinna.
Samfélagið mótar manninn sagði hún.
Einu fannst mér hún gleyma.
Samfélag er ekki einn maður, það er hann ásamt öllum hinum sem mynda samfélag.
Smátt og smátt rann upp fyrir mér að sennilega vissi ég ekkert um hvernig lýðræðið virkar í raun. Ég fór að hugleiða hvar ég væri á lýðræðisveginum, eitthvað finnst mér hann holóttur, sérstaklega þegar litið er til kosninga kerfisins.
Hvar hefst og endar lýðræðið á vettngi prófkjara, eru þau lýðræðisleg.
Tökum dæmi, sætin eru 14 og 3 um hvert, lýðræðið felst í því að stilla einum af hverjum þremur í sætið, einfalt er það,?
Reynslan af þeim sem vilja efstu sætin þrjú er slæm þeir hafa ekki staðið sig. Aftur á móti þessi með 12. sætið hefur staðið við sitt, en hann fær ekki að fara ofar og gefa kost á sér t.d. fyrsta sæti. Þetta með lýðræðið er blekking. Það er fyrirfram búið að raða á garðinn og væntanlegur kjósandi látinn halda að spennandi kjör og mikilvægt sé framundan og þeir aðilar sem málið varða og sömu aðilar og glatað hafa trausti kjósenda brosa sínu falska brosi í von um áframhaldndi þjónustulund við almenning. Maður hefur hingað til látið sig hafa það, en í ljósi orða fóstrunar hef ég ekki búið við lýðræði a.m.k. varðandi kosningar. Minn hugur vinnur þannig úr lýðræðinu að 14 af þeim valdir í sætin. Helst vildi ég að prófkjörin verði felld niður og þess í stað röðum við upp á listann þá menn er við treystum til þjónustu við almenning frekar en eigin hag. Einnig er að finna í mínum draumaheimi líflegar orðræður á þingi þar sem hver einasti maður hefur skoðun og álit. Þar verði vitið notað og þar verði lýðræðið virkt. Það er óþarfi í dag að tíunda vitleysurnar. Prófkjör með takmarkað lýðræði er (blekking). Alþingi er rekið með takmörkuðu lýðræði og þar er blekkingin hvað augljósust. Niðurstaða: Alþingi er rekið áfram af flokksræði og að hinu leitinu einræði þar sem allt gengur út á það að framkvæma vilja formannsins (einræðisherrans).
.Mér finnst verið að gera grín að mér hvern einasta dag. Málið fékk lýðræðislega meðferð á þinginu segja þeir, en þá spyr ég, hvar i ferlinu var fjallað um lagafrumvarpið á lýðræðislegann hátt. Hvenær og hverjir af liði meirihlutans tjáðu hug sinn til frumvarpsins. Blekking að halda því fram að þar sé farið eftir lýðræðisbrautum.

Lærdómur dreginn af atburðum síðustu missera segir okkur aðferðina, stjórnmálaflokkarnir hafa gefið línuna, veljum lítt eða óvana menn á listann og spörkum í þá sem hafa reynslu. Mótmælum flokksræði, sem og einræði. Kveðja Nisi