Því hefur oft verið slegið fram að til þess að vernda lýðræði sé nauðsynlegt að skipta valdinu. Þá er oft talað um í því samhengi þrískiptingu valdsins en hún er svohljóðandi:

Dómsvald

Framkvæmdavald

Löggjafarvald

Þetta á að tryggja að til valda nái ekki einræðisherrar, sem geti í krafti valda sinna samið ný lög, dæmt fólk fyrir brot á þeim og haft vald yfir öllum aðgerðum samfélagsins samtímis. En hver er staða þessi í dag?

Nú ríkisstjórnin fer með framkvæmdavaldið það er nokkuð ljóst. Þeir beita því á margvíslegan máta, eitt mjög áberandi dæmi um beitingu framkvæmdavalds eru framkvæmdirnar við Kárahnjúka, Vegagerð og ýmsar framkvæmdir á vegum ríkisins.

Nú þingið fer með löggjafarvaldið. Sá sem hefur meirihluta á þingi er jafnframt sá sem myndar ríkisstjórnina. Þeir sem hafa meirihluta á þinginu hafa því í raun bæði löggjafar og framkvæmdavald.
Til að vega upp á móti þessu fer forseti landsins með neitunarvald gagnvart lagasetningum þingsins. Þetta er að fara breytast ef ný stjórnarskrá verður samþykkt.

Svo miðað við það að þingmeirihluti fer bæði með framkvæmdavald og löggjafarvald myndi maður ætla að dómsvaldið væri sjálfstætt. Það er það ekki alveg. Dómsmálaráðherra sem kemur úr stjórninni og þingmeirihlutanum fer tilskipunarvald í hæstaréttinum æðstu stofnun dómsvaldsins sem hefur vald til að hnekkja úrskurðum allra annarra dóma landsins og er sá dómstóll sem dæmir í öllum risavöxnum málum. (S.s. þeim sem skipta allt samfélagið í heild máli).
Svo theoretískt séð getur flokkur sem fékk 51% atkvæða í þingkosningum, farið með æðsta dómsvaldið með tilskipunum í hæstarétt, farið með framkvæmdavaldið og komið allri löggjöf í gegn án þess að njóta stuðnings nokkurra annara flokka.

Í þokkabót, í núverandi lagasetningu höfum við svokallað ríkisútvarp þar sem meirihlutinn í útvarpsráði. (sem er jú pólitískur). Sér um tilskipanir í allar meiriháttar stöður ríkissjónvarps og útvarps. (sem er btw með mesta hlustun og áhorf). Í þokkabót getur meirihlutinn ákveðið hver sé útvarpsstjóri.

Svo theoretískt séð getur flokkur sem rúmlega helmingur þjóðarinnar kýs farið með 1.2.3. vald og í þokkabót farið með fjórða valdið líka.

Valdskipting my ass.

Þetta eru alltsaman pælingar, en mér þykir liggja ljóst uppi að vald stjórnmálamanna getur orðið ískyggilega mikið.