Það að birta þann tíma sem þingmenn tala á þingfundum og áætla út frá því tímakaup þeirra. Hvernig væri nú að birta hvernig þeir mæta á þingfundi, hvernig þeir mæta á nefndafundi (þar sem LANGMESTA vinnan fer fram), hversu mikið þeir eru viðstaddir í þinginu og á skrifstofum sínum (þar sem undirbúningsvinnan og lesturinn fer að mestu leyti fram).

Nú var fréttastofa Skjás 1 að birta “tal tíma” þingmanna fyrir síðastliðið þingár og það útlagt þannig að þeir sem töluðu mest væru duglegastir. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Þó svo að fólk sem vilji tefja fyrir að mál komist í umræðu og tali þá í 5-10 klukkutíma (t.d. þegar fólk mætir og les upp úr bókum og svoleiðis) þýðir það ekki að þeir séu duglegastir!!! Aftur á móti finnst mér það vera betra ef menn geta tekið þátt í umræðunum og lagt sitt til málanna í stuttu máli og með því ekki eytt tíma annarra (og skattpeningum okkar) í óþarfa blaður og vitleysu (T.d. finnst mér það ekki koma þingstörfum mikið við að lesa upp úr Litlu Gulu Hænunni…en ónefndri þingkonu fannst það greinilega mjög mikilvægt fyrir umræður fyrir nokkrum árum síðan).