1 milljarð í baráttu gegn eiturlyfjum heyrðist allstaðar frá Halldóri Ásgrímmsyni formanni Framsóknarflokks fyrir síðustu kosningar.
Mér finnst þetta nú vera dáldið gróft bragð til að krækja í atkvæði að ljúga svona um mikilvægt mál sem þetta.

Hvort að þessi milljarður myndi gera eitthvað gagn veit ég ekki en þessi miljarður yrði nú samt gott miðað við að ekkert er lagt í þetta finnst manni, yfirvinnubann sem ráðherra neitar, þvílíkt rugl, ég veit ekki hvort dómsmálaráðherra hafi virkilega einhvern áhuga á þessum málaflokki.

Mér sýnist nú allt vera gert til að koma í veg fyrir aukið framlög og svoleiðis eða allaveganna virðist svo vera.
Þó að staðið yrði við þennan milljarð þá þarf nú meira til.

Þetta mál lýsir nú best starfi og áhugaleysi stjórnarinnar í að bæta landið og virðist finnst manni kokteilboðin vera hinn eini áhugi og gleði ríkisstjórnar, amk hluta hennar.

ég vona að þessi núverandi stjórn muni falla við næstu kosningar því að nóg er vitleysan fyrir.


tholli