Evrópusamband Alræðismanna Mér hryllir við þeim fregnum sem eru sífellt að berast um aukna miðstýringu og fyrirhyggju sem verið er að koma á fót í Evrópu. Ég var að lesa frétt um að Evrópusambandið hefði í ákveðið að reyna að koma lögum í gegn um að öll símtöl, föx, netnotkun og tölvupóstssendingar ættu að vera skráðar í 7 ár til þess að lögreglan geti leitað í gegn um þessar upplýsingar. Þetta er hreint og klárt brot á friðhelgi einkalífsins, því að lögreglunni kemur ekkert við hvert þú hringir eða við hvern þú talar, þetta er eins og að það ætti að skrá í niður í hvert sinn sem þú talar við einhvern eða þegar þú sendir einhverjum bréf.
Ég held beinlínis að Evrópa hefði getað sleppt því að veita Nasiistum viðnám í seinni heimsstyrjöldinni ef þetta á að halda svona áfram, því nú er verið að búa til lögregluríki að hætti nasista, og það verður að stöðva!