Já, aldrei hélt ég að ég myndi verða sammála Bush.

En hafið engar áhyggjur, ég held að flestir geti verið sammála honum og þingmönnum bandaríska senatsins.

Evrópubúar eiga ekki að aflétta vopnaviðskiptabanninu af Kína. Svo einfalt er það. BNA menn neita að selja Kínverjum vopn, og hóta núna að gera slíkt hið sama við evrópubúa ef þeir byrja að selja Kínverjum.

Ég er á móti vopnasölu. Vopn eru skaðleg gagnvart öllum, tilgangur þeirra er að valda skaða.

En hvers vegna seldu Evrópubúar og BNA menn kínverjum ekki vopn.

Ástæðan: Kínverjar notuðu þau til að valta yfir mótmælendur á torgi himnesks friðar.

Og það er ljótt. Það er virkilega ljótt að ESB ætli að leyfa vopnasölu til Kína, sem ennþá ofsækjir fólk fyrir skoðanir, trú, eða kynhneigð. Eða tekur fólk jafnvel af lífi fyrir að skoða klám. (Ekki djók).

Kannski er þetta hræsni í BNA mönnum, þeir selja jú öðrum einræðisstjórnum vopn. En að þessu sinni er mér skítsama. Ég segji bara eins gott að Íslendingar framleiða ekki vopn, en ef við gerðum það þá myndi ég telja að við ættum að banna vopnaviðskipti við Kína líka.
Hey, ég skora hér með á Íslensk stjórnvöld að standa með BNA í að selja Kína ekki vopn. Það væri fínt að standa táknrænt með BNA mönnum rétt eins og við stóðum í raun aðeins táknrænt með þeim í Írak. (Sem ég er á móti, en mér finnst þó að í svona málum ættum við að vera með).

Svona almennt er ég á móti viðskiptabönnum gagnvart, þjóðum. Aðallega af því að það kemur niður á íbúum þjóðanna ekki einræðisherrunum. Auðvitað eigum við að selja Kína mat og neysluvörur.
En kjarnorkuflaugar og skriðdrekar eru ekki ætlaðir almennum neytenda. Þau eru ætluð gegn þeim.