Íslenskur sjóher Með því að byggja sterkan sjóher, getum við varið landið, og látið sjóherinn taka við núverandi verkefnum landhelgisgæslunar. Ástæða þess að byggja upp sjóher í stað landhers og/eða flughers er vegna þess að Ísland er einangrað af sjó. Auðvitað gæti síðan sjóherinn átt flugvél til lofteftirlits td. Fokker 50 vél og haft björgunarþyrlur landhelgisgæslunar. Kostnaðarlega er miklu skynsamlegra að leggja niður landhelgisgæsluna og gera sjóher. Svo eru margir eflaust að velta því fyrir sér hvað gerir maður við herstöðina í Keflavíkurflugvelli. Eitt af mínum lausnum er að stofnanir eins og Rauði Krossinn og fleiri, noti íbúðirnar þar til að hýsa flóttamenn frá öðrum löndum, sem annaðhvort sækja um að fara til íslands eða jafnvel til annara landa. Til að bæta upp það atvinnutap sem verður við fjarlægingu bandaríska hersins, þá mun ríkið leggja fé í að stækka starfsemi Keflavíkurflugvallar, og gera flugvöllinn að áhugaverður millilendingar-flugvelli fyrir farþega sem fljúga milli heimsálfa. Svo þyrfti höfn hins nýja sjóhers ekki endilega vera staðsettur í reykjavík, heldur gæti hann verið í Höfn í Hornafirði eða öðrum stöðum sem hentaði sjóhernum landfræðilega best. Það mundi án efa styrkja atvinnumál viðkomandi sveitarfélags. Mér finnst það vera sjálfsagt að Ísland stofni sjóher til varnar landsins, sem er sjálfsagður réttur hvers sjálfstætt ríkis. Ég er ekki að leggja til að við stofnum her sem getur ráðist inn á önnur lönd, heldur eiungis til eigin varna!