Það er alveg með eindæmum hvað hann Alfreð Þorsteinsson getur verið einþykkur og neitar að horfast í augu við það sem í raun liggur í augum uppi. Við Reykvíkingar eigum að vera þakklátir fyrir hækkun á orkuverði þar sem orkuverð í Reykjavík er enþá lægra en annarstaðar á landinu. Við eigum að láta sem allt sé í lagi þó svo að á sama tíma og orkuverð hækkar þá fara allar áætlanir fyrirtækisins algerlega úr böndunum. Það var hægt að hækka verð á heitu vatni vegna hitabylgjunni síðasta sumar en þau rök að lækka verð þegar fer að kólna halda ekki samkvæmt Alfreði. Nú þegar minnihlutinn í borgarstjórn fer fram á að óháð endurskoðun fari fram á fjármálastjórn Orkuveitunar þá fer þetta lið undan í flæmingi og vill að Síminn og Landsvirkjun séu skoðuð á sama tíma. Hversu lengi kemst fólk upp með það í íslenskri pólitík að snúa sig út úr því að taka ábyrgð. Ég meina Alfreð og co ættu að taka því fagnandi að farið verði í saumana á þessu þar sem hann segist ekki hafa neitt að fela.
Svo ég haldi aðeins áfram þá man ég ekki betur en fyrir síðustu sveitastjórnarkostningar þá hafi R- listinn haldið því statt og stöðugt fram að fjármálastjórn borgarinnar og fyrirtækja hennar væru í svo svaka góðum málum. Það er nú annað að koma á daginn nú. Öll gjaldskrá Reykjavíkurborgar fer hækkandi hvar sem borið er niður og hver er skýringin á þessu öllu saman fyrir utan það að kennarar fengu launahækkun, líklega engin önnur en sú sem R-listinn sakaði sjálfstæðismenn um þegar þeir réðu borginni. Þá töluðu þeir um að engum flokki væri holt að vera svo lengi við völd og að það ytti undir hagsmunapólitík, valdhroka og spillingu. Góðir hálsar þessi orð hér á undan lýsa því sem við erum að sjá hjá R-listanum í dag og undafarinn ár. Það á að vera skýlaus krafa okkar borgarbúa að farið verði í saumana á fjárreiðum orkuveitunnar og R-lista fólk ætti að sjá sóma sinn í því að standa fyrir slíkri úttekt og gera hreynt fyrir sínum dyrum.

Takk fyri