Eins og langflestir vita er svona nokkuð slæmt ástand í Írak og margir halda því fram að þetta eru ein mestu mistök sögunnar að fara þarna inn en mér finnst það í rauninni ekki. Í fyrstu hélt ég því fram að þetta stríð hafi verið algjört rugl en svo sagði hann bróðir minn mér frá grein sem hafði birst í mogganum og afstaða mín gjörsamlega snérist við í þessu máli. Það segja rosalega margir að það hafi verið skárra ástand þegar Saddam Hussein var að stjórna landinu en það er tóm steypa. Það var jafn mikið fólk drepið á valdatíð Saddams og er í rauninni í gangi núna………munurinn er bara sá að það sem er í gangi núna kemur í fréttunum annað en þegar Saddam var við völd. Þessi maður drap nefnilega þúsundir manna með köldu blóði með svo viðbjóðslegum aftökum að orð fá því varla lýst. Þar að auki gat fólk ekki staðið upp á móti honum því annars var það bara drepið og þess má geta að í forsetakosningunum fékk hann 100% atkvæða vegna þess að enginn þorði örugglega að bjóða sig á móti honum. Í lok persaflóastríðsins þá hvöttu svo Bandaríkjamenn Íraka að gera uppreisn gegn Saddam en hún misheppnaðist og þá sá hann hverjir voru á móti sér og þurrkaði þá bara út. Hann hugsaði svo ekkert mikið um almenning því að maður sér þvílíkar hallir sem hann var með þarna og almenningur var eins og skítur á priki þarna.

Þessi listi svo hinna viljugu þjóða sem er búinn að vera svona mikið í umræðunni núna undanfarið um að taka Ísland af honum finnst mér alveg út í hött. Í fyrsta lagi það á ekki að taka okkur af honum því mér finnst fínt að Bandaríkjamenn áttu að fara þarna inn og koma þessum brjálæðingi frá, þó það voru nú engin gjöreyðingarvopn. Í öðru lagi þá var þessi listi yfir þjóðir sem studdu innrásina inn í Írak og sjálf innrásin er löngu, löngu búin. Í þriðja lagi við kjósum gaura eins og Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson á þing því að við treystum þeim til að stjórna landinu og taka ákvarðanir og þetta var þeirra ákvörðun og var hún rædd í utanríkisráðuneytinu á fundum. Núna er þessi listi í rauninni yfir þær þjóðir sem styðju uppbygginguna í Írak og eru lönd sem ekki vorum með innrásinni fyrst, t.d. Noregur og Frakkland að taka þátt í uppbyggingunni. Það nálgast svo kosningar bráðum í landinu og maður vonar bara að þær takast vel og það náist stöðugleiki í landinu.