Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði Snemma í vetur var stofnsett félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og var þar með stóru markmiði náð að hálfu Samfylkingarinnar, því að ekki hefur ungliðahreyfing þeirra verið uppá marga fiska hingað til. Við stofnsetninguna var mikið skeggrætt og mætti Össur Skarphéðinsson að sjálfsögðu í púltið til að stappa stálinu í félagsmennina.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur hreyfingin skipað stóran sess í starfi Samfylkingarinnarflokksins og er nú orðin líklega öflugasta ungliðahreyfing þeirra. Svo að ég nefni eitt af helsta baráttumáli þeirra, þá eru þeir að berjast fyrir því að opnað verði menningar- og kaffihús fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára (sbr. Hinu húsinu í Reykjavík). Aðalástæðan fyrir því er að fólk á þessum aldri hefur í engin hús að venda til að skemmta sér í um helgar, félagsmiðtöðvarnar eru fyrir grunnskólaaldurinn og kaffihúsin með vínveitingarleyfi. Skoðanakannanir hafa líka sýnt að áfengis og fíkniefnaneysla hjá þessum aldurshópi er sú langalgengasta í Hafnarfirði af öllu landinu. Því hefur þessi hugmynd fengið byr undir báða vængi frá bæjarbúum og eru flokksmenn nú að reyna eftir fremsta megni að fá þessa hugmynd í gegn. Einnig eru þeir með starfrækt blað sem nefnist MÍR og er það gefið út á tveggja vikna fresti. Þar eru birtar greinar um mál sem að eru í brennidepli hverju sinni, auk þess eru birt þar ljóð, smásögur og umfjallanir um hin ýmsu skáld, svo að eitthvað sé nefnt. Á seinustu blaðsíðunni er svo ávallt pistill eftir hann Jón Þorleifsson. Þeir sem að hafa áhuga á því að fá grein birta í blaðinu eru bent á vefslóðina mir_ritstjorn@hotmail.com.
Það er augséð að spekingarnir í Ungum jafnaðarmönnum í Hafnarfirði eigi eftir að sjást mikið í pólitík í framtíðinni og vona ég að þeim eigi eftir að vegna vel, því að það er nauðsynlegt að ungt fólk tjái sínar skoðanir og reyna að hafa áhrif, þau eru líka svo stór þjóðfélagshópur sem að ekki má gleymast og framtíð landsins á einn dag eftir að vera í þeirra höndum.

Bjartur354