Karl Marx hinn margtalaði upphafsmaður kommúnismans var fæddur 1918 í Þýskaland og var hann kominn af velstæðri fjölskyldu. Þó hugmyndir Marx ættu ekki mikin hljómgrunn meðal fræðimanna hans tíma áttu þær eftir að vera vopn í höndum valdhafa 20. aldarinnar til að ná og halda við völdum sínum. Kenningar hans um samfélagið og draumaríkið áttu eftir að kosta milljónir manna lífið bæði við að byggja það upp, berjast fyrir því, og að halda í það.

Voru/eru Svoétríkin, A-Þýskaland, Víetnam, Kína eða Kúba kommúnismalönd? eða notuðu einstaklingar sér kommúnisman sem tæki til að ná völdum og hald þeim í þessum ríkjum?

Á þeim tíma sem Karl Marx er uppi er iðnbyltingin að breiðast út um evrópu og um leið að þróast, verkamannastéttin var orðin stór, borgarastéttin að myndast og stéttaskipting var greinileg allt frá aðalsmönnum til verkamanna. Borgir voru sótugar sökum kolareyks og híbýli manna og þá sérstaklega verkamanna ekkert til að hrópa húrra yfir. Verkamenn voru á lágum launum og börn allt niður í 7 ára aldur voru látin vinna í verksmiðjum. Það hafði myndast stétt verslunarmanna og verksmiðjueiganda sem var orðin ríkari en aðalinn og jafnvel spiltari ef út í þá sálma er farið. Barátta milli stétta var hins vegar ekki svo einföld hinir nýríku vildu teljast til sömu réttinda og aðalinn meðal annars fá að senda börnin sín í skóla sem voru ætlaðir aðalsmönnum, skóla á borð við Oxford. Barátta verkamanna var hins vegar á allt öðurm toga, þar var barist um bætt kjör og aðstæður. Karl marx leit á verkamanninn sem sérstaka stétt sem gerði fátt annað en að vinna inn fyrir auðmagnið sem borgaði honum svo óraunhæf laun eða svo taldi Marx. Hinn vinnandi maður verður fátækari eftir því sem hann skapar meiri auð segir Karla marx í einu riti sínu. Mrax eins og marga dreymdi um fyrirmyndaríkið og eins og margir skapaði hann sitt á texta í ritum sínum.

Kennigar hans voru margvíslegar um hvernig fyrirmyndaríkið ætti að vera en tökum það helsta út. Stétta skipting átti að vera í lágmarki, verksmiðjum átti að vera stjórnað af verkamönnunum og allir á sömu kjörum allt frá forstjóra til verkamans og þannig átti allur rekstur að vera. Eignarétturinn átti ekki að vera til staðar því ríkið átti allt og allir voru ríkið það er ein stór hamingjusöm sameing. Hugmyndir Kalrs hljóuðu auðvitað vel í eyrum hins vinnandi mans það er allir jafnir og engin stéttaskipting. Menntun og heilbrigðisþjónusta frí hvað meira getur maður beðið um.

Vandamál sem upp koma í slíku samfélagi eru mörg og sum þeirra ósjáanleg. Hvernig er verðlagsþróun háttað þar sem það er enginn frjáls markaður er fyirir hendi jú ríkið segir til um verðið en slíkt bjagar verðmyndun þar sem ríkið getur aldrei komið í stað frjáls markaðar þar sem verð myndast við óþvinguð viðskipti frjálsra manna. Þróun verður hægari á flestum sviðum því hún borgar sig ekki allavega ekki fyrir einstaklingin eða það væri kannski réttara að segja að það er enginn eða lítill hvati til að koma með eitthvað nýtt. Samanburður verður lítill sem enginn en hann er einmitt forsenda framfara á mörgum sviðum. Einstaklingar sem vilja ekki lifa við þau kjör sem kommúnisminn býður eru kúgaðir til að lifa við þau því annars eyðilegst kerfið. Hagkerfið verður alltaf lokað því það er engin samkeppni, það er engin samkeppni því það er enginn frjáls markaður. Frelsi einstaklingsins er bundið við vilja heildarinnar þar af leiðandi má tala um kúgun meirihlutans. Kommúnismi er kerfi sem segir þér hvað þú mátt ekki gera frekar en hvað þú mátt.

Vandamálin eru ótelkjandi þegar kemur að kommúnisma en aðal vandamálið er kannsi það að Karl Marx sá ekki hvað var að gerast á þeim tímun er hann var uppi á. Vinnuafl var ekki að flykjast úr sveitum í borgirnar vegna þess að fólk hafði það verr í borgunum nei það var að flytjast úr verra ástandi en það sótist í. Mistök Karls Marx kostuðu misheppnaðar tilraunir 20. aldarinnar Svoétríkin og fleirri kommúnistaríki. Menn geta haldið því fram að í gömlu kommúnistaríkjunum hafi ekki verið hinn alvuru kommúnismi en í raun er allt slíkt þvaður ekkert nema sjálfsblekking þeirra sem ekki eru tilbúnir að sjá sannleikan.

Kommúnismi gengur aldrei upp þar sem hugmyndir raunverulegt framboð og eftirspurn eru ekki til allt framboð er mælt af ríkinu og nokkrir bjúrókratar í nefndum koma svo til með að segja til um framboðið og síðan eftirspurnina. Mig langar að deila með ykkur litilli dæmi sögu sem gerðist í sovétríkjunum sálugu. Það var verksmiðja sem framleidi skíð, ekkert sérstaklega góð enda þróunin lítil þar sem hvatinn var ekki fyrir hendi. Framleiðslan gékk líka illa svo það var ákveðið að menn í verksmiðjunni fengju meira borgað í fríðindum(þá eflaust fleirri orður) ef framleiðslan ykist og viti menn hún jóks gífurlega en vandamálið var að skíðin voru allt of stutt og efnislítil enda höfðu verksmiðjumennirnir séð sér leik á borði og bara minkað þau til að framleiða meira, þá var þeim sagt að þeir fengju borgað eftir þyngd framleiðslunar, skíðin urðu þá öll 3 m á lengd og 20 cm á þykkt. Þar sem ríkið sagði verksiðjunni til um framleiðsluþörfina skektist hún miða við þá raunverulegu þörf sem var á skíðum frá þessum framleiðanda eflaust þeim eina í ríkinu.

Kæru lesendur leyfum einstaklingnum að vera frjálsum og gera það sem þeim lystir til að auðga sitt líf og lifa hammingjusömu lífi en svo framarlega sem menn brjóti ekki á frelsi annara. Munið að við getum verið góð við hvort annað án þess að vera neidd til þess af ríkinu eða hvort öðru.