Í tilefni af kosningunum í BNA þá höfum ég og félagar mínir verið að velta lýðræðinu þar fyrir okkur. Í dag er lýðræðið í BNA dautt. Þeir sem stjórna í þessu landi tækifæranna hafa gabbað lýðinn með því að láta þá halda það að hver sem er geti risið til valda í þessu landi. En staðreyndin er sú að ekki nema í mesta lagi 5% landsmanna hafa tækifæri til þess(og ég byggi þessa prósentutölu ekki á neinum gögnum sem ég hef…þetta er bara mín kenning). Í raun eru það aristókratarnir sem ráða. Þeir ríku komast til valda og eingöngu þeir ríku. Þeir einfaldlega skiptast á að hafa völdin. 95% eiga síðan engan möguleika á því. En þeir aftur á móti eru látnir halda að þeir eigi það. Í gamla daga gátu þessu 95% bara aldrei orðið forseti. Það var bara einfaldlega í lögum landanna. En þetta lítur bara svo helvíti illa út á pappír ekki satt…? Þarna að það er betra að líta út eins og góðu gæjarnir…en vera það svo alls ekki. Það sama má segja um aðskilnað svartra og hvítra( og reyndar miklu fleiri kynþátta í dag). Þetta var allt saman afnumið…en þetta hefur bara einfaldlega nánast ekkert breyst. jú jú…þeir mega ekki nota orðið negri og urðu að hætta að halda krossbrennur…en aðskilnaðurinn er ennþá vissulega til staðar..svo er líka helvíti gott að senda þessa afturkreistinga í stríð fyrir mann! HA! Ekki satt?!?!?(sjá betur í kaflanum “kill whitey” í bók Michaels moores “Stupid white men”).

Svo skulum við koma að peningunum í bandarískri pólitík. Þeir eru vægast sagt fáránlega miklir. Ekki svo að segja að það séu engir peningar í pólitík hér á Íslandi eða í evrpópu. Þeir eru bara langmestir í BNA. Þessum peningum er svo dælt í auglýsingahernað flokkanna tvo (mikið til hægri og ennþá meira til hægri eins og ég kýs að kalla þá). Stuðningsaðilar flokkanna vilja svo að sjálfsögðu fá eitthvað í staðinn fyrir þetta. Þannig að frambjóðendurnir geta aldrie fylgt fram eiginn hugsjónu(ef að þeir hafa þá einhverjar). Segja má að Bandarískar kosningar séu orðnar að því sem Bandaríkjamenn elska meira en nokkuð annað…entertainment. Málefninn eru fyrir löngu steindauð. Málefnin sem tekin eru fyrir eru vægast sagt smávægileg. Gifting samkynhneigðra…mikilvæg fyrir einhverja..skiptir engu fyrir flesta…það gildir það sama um fóstureyðingar og dauðarefsingar. Þið hugsið kannski:“jú…þetta skiptir nú töluverðu máli”. Ok..kannski. En hvað með heilbrigðis- og mennta- og atvinnu- og efnahagsmál…minntist einhver einhverntímann á heilbrigðis- eða menntamál í afstaðri kosningabaráttu?!?! Hlutir sem eru gott sem í rúst í Bandaríkjunum.
En segjum síðan sem svo að þetta peningaflæði í BNA-stjórnmálum verði bannað. Það er að segja þannig að bannið hafi virkilega einhver áhrif. Hvað gerist þá? Faár eða jafnvel engar auglýsingar í fjölmiðlum. Frambjóðendur verða að hverfa til málefna í staðinn fyrir að vera í flottara bindi en andstæðingurinn. En í landi sem er helsjúkt af skemmtunum og entertainment hver haldið þið að kjörsóknin yrði…? 15%..? Í dag er auglýst og auglýst og auglýst…og aðeins fleiri en 50% drullast á kjörstað. Þannig að það má eiginlega kalla þetta eins konar vítahring peninga.

Núna þegar að kosningar í BNA eru afstaðnar þá er ég allt að því orðlaus. Ég hugsaði einfaldlega þannig að með aukinni kjörsókn þá ætti Kerry möguleika gegn þorpsfíflinu úr Texas. Ok..make no mistake about it…ég hef aldrei verið neitt hrifinn af Kerry. Ef ég mætti ráða þá væri Ralph Nader sigurvegari. En ég hugsaði bara með mér að allt þetta fólk myndi kjósa kerry með það í huga að losna við þorpsfíflið. Kerry væri þó allvega einhverskonar byrjunarpunktur í ákveðnu betrunarferli. En svo varð bara alls ekki rauninn. Ef einhver sagði við mig fyrir kosningar:“Þessir bandaríkjamenn eru nú meiri fíflinn” þá sagði ég:“já..það er mörgu leyti rétt…en við getum ekki dæmt þá alveg út frá þessum stjórnendum. Sennilega eru þetta upp til hópa gott fólk sem vill vel”. Frá með deginum í dag ætla ég bara að vera sammála…
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?