Hvenær á að endurskoða stjórnarskrána? Lýðræði er í eðli sínu einungis sáttmáli sem mjög auðveldlega er hægt að brjóta ef efnahagslegar og pólitísku forsendur fyrir honum eru ekki lengur til staðar! Í kreppunni miklu (sirka) 1929-1931 fór faraldur fasismans um lýðræðisríki Evrópu. þýskaland “féll”, Ítalía, Rúmenía, Ungverjaland, Austurríki (eðli máls), Spánn og fleiri evrópsk lýðræðisríki eins og t.d Finnland! Frakkland sjálft var ekki langt frá því að falla í hendur fasista og Japan féll fyrir hægri-hershöfðingjaklíku og svo mætti lengi telja!
Að halda að stjórnarskráin sé eitthvað öruggt plagg handa borgurunum er blekking ein að mínu mati! Lýðræðið er “gjöf” til okkar sem við verðum að vernda til síðasta blóðdropa og ekki síður virða til síðasta blóðdropa jafnvel þó við séum andsnúinn niðurstöðu “gjafar” okkar. Það sem átti sér stað varðandi fjölmiðlafrumvarpið hér á klaganum var sýnishorn af því hvernig hægt er að ógna grunnlögum þjóðfélags (lýðræðinu) á kostnað hagsmuna líðandi stundar!
Það að Forseti Íslenska Lýðveldisins ákvað að nota sinn rétt, sem við og forfeður okkar veittum honum 1944 með stjórnlögum okkar lands (l. nr. 33/1944), án tillits til þess hvort við vorum honum samþykk eður ei var eitt af okkar alvarlegustu árekstrum við þau öfl sem líklegust eru til að ógna lýðræðinu, þ.e. skammtímalausnir þeirra afla sem telja sig ekki bundna af borgaralegu lýðræði í formi stjórnarskráar sökum þess að það afl hefur bein yfirráð yfir stjórnsýslunni, lögreglu og öðru formi öryggissveita, valdsveitingu öðrum orðum!
Það að lýðræðiskjörin handhafi bæði þings, dómstóla og framkvæmdarvalds taldi sig knúin til að beina máli er hann mat sem slíkt að í því fólust slíkir hagsmunir að við, borgararnir, ættum að eiga síðasta orðið um gildi þess máls sbr. völdum þess efnis er honum var veitt í sáttmálanum (stjórnarskránni), er einstakt í okkar sögu sem lýðræðisríkis. Ástæður þess eru þær að hinn klassíski andstæðingur lýðræðisins í formi framkvæmdarvaldsins óttaðist þessi völd forsetans, sem fljótt á litið virtist einungis veita borgurum beint og “ótruflað” val til að sammþykktar eða synjunar á ákvörðunum framkvæmdarvaldsins.
Forsetinn “sigraði” á endanum eða með öðrum orðum var farið eftir fyrirmælum stjórnarskrárinnar, en það ógnvænlegast við þann sigur var að jafnvel á okkar tímum er hagsæld og vinsældir lýðræðisfyrirkomulagsins eru án samkeppni þá var hæst setta embættismanni lýðræðisins ógnað, sjálfum Forseta lýðveldisins. Ég segi einfaldlega það, að ef svo lítið þarf til að ógna Lýðveldinu þá hlýtu það yfir höfuð að vera á brauðfótum byggt. Því hvernig á það að virka þegar framkvæmdarvaldið, ráðherrarnir, framkvæmdaherranir segja vopnum væddum sveitum manna sinna eitthvað það sem brýtur gegn stjórnarskránni eða jafnvel segja þeim að vernda “breitingu” á stjórnarfyrirkomulagi því sem sett er af þeim einhliða!
Ég tek ekki afstöðu til þess hvort að réttlætanlegt væri í t.d. miklum efnahagslegum og þjóðaröryggishagsmunum að koma á nýju stjórnarfyrirkomulagi! Ég veit það þó að slík skipan yrði hinum kostningarbæra borgara óviðkomandi og að öllum líkindum Forsetanum sjálfum óviðkomandi ef ekki hans dauðadómur ef hann myndi beita sér gegn breitingunum.
Eins og ég sagði hér til að byrja með þá er lýðræðið okkar sáttmáli og sem slíkur einungis samningur sem grundvallaður er á ákveðnum forsendum sem geta haldið og geta brostið. Ef forsendur eru ekki brostnar fyrir samningi þessum, stjórnarskrá okkar, sem sett var þrátt fyrir þögul mótmæli Dana, nr. 33/1944, þá eru allar tilraunir til að taka þessi völd af Forsetanum gegn vilja hans og án lagatæknilegra raka landráð, þögul valdabylting sem við borgararnir verðum að standa vökulum augum gegn! En ef forsendur sáttmála þjóðfélagsskipulags okkar breytast fyrir alvöru þá má guð, eða hver sem henntugastur er, hjálpa íslensku þjóðinni!
Nánartiltekið spyr ég þann sem vill hlusta/lesa, hversvegna ætti vestræn lýðræðisstjórnarfyrirkomulög að vegna betur en öll þau stjórnarfyrirkomulög sögunar sem áður komu, sjáðu og að endingu hurfu? bestu kveðjur BR75