Ég hef alltaf verið í stuðningsliði vestrænar samvinnu og varna. Ég hef alltaf verið í þeirri trú að Bandaríkin hafi varið lýðræðið bæði gegn nasismanum og síðar kommúnismanum. Ég hef staðið í þeirri trú að Bandaríkin hafi verið það land sem að leitt geti heiminn á betri slóðir. Ég játa það jafnvel að ég studdi stríðið gegn Írak vegna þess að ég trúði því að sem Bush sagði um gereyðingarvopnin og allt það. En nú er ég hins vegar alveg kominn í hring og ég verð að segja að ég veit ekki hvað skal segja um Bandaríkin og stefnu Bush stjórnarinar á alþjóðavettvangi.En ekki er það fallegt sem mér kemur í hug.
Það er skelfilegt að horfa upp á það hvernig Bush hefur hegðað sér. Hann hefur logið og blekkt. Allt stríðið í Írak, byggt á lygi og þvættingi, þráhyggju og græðgi í olíu. Engin vopn finnast. Ekkert endurbyggingarstarf á sér stað í landinu, þar logar allt. Og Ísrael. Hvers vegna gera Bandaríkjamenn ekkert til að stöðva Ísraelsmenn? Þeir byrgja þá upp af bestu vopnum og fyrir Bandaríska peninga byggja Ísraelsmenn múr og skjóta konur og börn með bandaríksum þyrlum. Ég skammast mín orðið fyrir að tilheyra þjóð sem að leggur lag sitt við svona ríki.
Evrópa er veik. Það er ekkert ríki í Evrópu í dag sem að hefur mátt til að segja við Bush: Hingað og ekki lengra. T.d Þjóðverjar eru með mörg tuga þúsund bandaríska hermenn í landinu. Það væri réttast af þeim að reka þá alla úr landi þó að það kostaði mikið fé. Sama ættu allar aðrar Evrópuþjóðir að gera þar sem er bandarískur her, segja honum að pakka saman og hypja. Svo halda íslenskir ráðamenn áfram að sleikja sig upp við þá Bush og kóna hans. Það vantar sterka og endurhervæddar Evrópuþjóðir til að mynda mótvægi við Bandaríkjamenn. Þeir halda að þeir séu svo mikið super heimsveldi að enginn muni getað skákað þeim. Þeir eru svo montnir og uppteknir af þessum her sínum að þeir halda varla vatni, samt geta þeir ekki einu sinni komið lögum og reglum á í landinu sem að þeir réðust inn á meðlygum og grægði í olíu, og skilja svo ekkert í því að heimurinn er smám saman að snúast gegn þeim. Það er að myndast djúp gjá á milli Evrópu og Bandaríkjanna sem að mun vart verða brúuð meðan Bush er forseti. Það var annað ástandið þegar Clinton var við völd og annar þankagangur.
Brotlending Bandaríkjanna á alþjóðvettvangi mun verða algjör ef þeir kjósa Bush aftur. Þá munu aðrar þjóðir þurfa að fara að huga að því að einangra þetta ríki og koma því í bönd. Það mun ekkert snúast um trú eða hryðjuverkamenn. Þeir eru engu betri hryðjuverkamennirnir með hvíta flibba en aðrir. Ég sé ekki fyrir mér neinn frið á næstu árum ef að svo fer fram sem horfir. Það hlýtur að enda með stríði. Stóru stríði þar sem að mikið verður lagt undir og mikið lagt í rúst.
Það verður enginn friður í kringum Ísrael og það er alveg á hreinu að arabar eru farnir að hata okkur öll mikið vegna þess hvernig Bandaríkin hegða sér þar sem annars staðar. Þeir styðja gyðinganna í gegnum þykkt og þunnt, enda mikið af rikum gyðingum vestan hafs sem að sjá um sína. Þetta Ísraelsríki er pestsjúkt og hefur verið það frá byrjun. Mikið illt mun eiga eftir að hljótast af því að troða því þarna.
En það er kannski von að Bandarískur almenningur hafi eitthvað að segja við Bush í kosningunum 2 nóvember nk. Ef að þeir falsa þá ekki bara niðurstöðurnar og setja á einræði. Ef að Bush verður endurkjörinn þá segi ég bara GUÐ HJÁLPI HEIMINUM.
Þið getið sagt að þetta sé öfgafull grein og það er í lagi, það er meira að segja allt í lagi. Það er meira að segja alveg satt. Mér er bara orðið nóg boðið af þessari valdagrægði og heimsdrottunarstefnu Bandaríkjanna. Og ég studdi einu sinni þetta lið eftir 11 september. Ég skammast mín fyrir það. Skammast mín.
September.