P.R.Sarkar (1921-1990) var indverskur heimsspekingur sem lagði fram ýmsar kenningar um lífið og tilveruna. Meðal annars setti hann fram kenningu sem er efnahags-og þjóðfélagsleg. Að ýmsu leiti er hún byltingarkennd þar sem hún krefst upprættingu kapítalismans á öllum sviðum samfélagsins. Legst gegn samþættingu valds og efnahags eins og er í kommúnismanum og gefur lítið fyrir skipulags og stjórnleysi anarkismans.
Sarkari fannst að efnahagsþróunn væri einungis til þess að fullnægja lágmarkskröfum til þess að lifa. Efnahagurinn verður því að halda jafnvægi milli náttúrunnar og efnhagslegrar og menningarlegrar framþróunnar. Gengið er út frá þeim anda að við séum að vinna að sömu markmiðum, en takmarkalaus fjár-og/eða eignasöfnun er litin hornauga, enda er hún afsprengi kapítalismans og hvetur til sjálfselsku og græðgi.
Það eru nokkrir punktar sem mig langar til þess að setja hér inn í svo hægt sé að glöggva sig á þessu betur.
1. Öllum skulu vera tryggður aðgangur að lágmarksmannréttindum s.s. matar, klæða húsnæðis, menntunar og heilsugæslu.
2. Efnahagsstjórnun ætti að vera valddreifð og líðræði ætti að ríkja við stjórnun efnahagsins.
3.Það á að frameiða hluti með notagildi þeirra í huga, en ekki til þess að skapa svigrúm fyrir of mikinn gróða.
4. Bilið milli ríkra og fátækra á alltaf að vera sem minnst. Ekki er gert ráð fyrir eða mælt með því að bilið hverfi allveg.
5.Framleiðsla á að þjóna hagsmunum fólksins en ekki efnahagskerfinu.
6. Jafnvægi á að ríkja milli mannsins og náttúrunar
7. Í stað þess að það sé alltaf stöðug samkeppni ætti að ríkja samvinna.
8. Fólk ætti að reyna sætta sig við það að efnahagsleg gæði eru ekki lykillinn að hamingjunni.

Sumt af þessu er sjálfsagt ekkert nýtt undir sólinni en þetta er það eina sem ég hef rekist á sem gefur kost á einhverju raunverulegu afli, sem er upprunið frá Adam Smith eða Marx.