Sannfæringamáttur fjölmiðla Nú nýverið lauk hjá Verzlunarskólanum útvarpi því sem það sendir út á hverju ári en sent var út á tíðninni 89,3 eins og svo oft áður.

Í útvarpinu hafði ég nokkra þætti og tók ég þar meðal annars í viðtal Sigurð Kára Kristjánsson formann SUS, Sverri Hermannsson stórmógúl, Þórunni Sveinbjarnardóttur frá Samfylkingu og svo að lokum Jón Vigfússon formann hins ógæfulega félags íslenskra þjóðernissinna.

Mættust þar í þætti þau Þórunn og Jón og þrösuðu um hin og þessi mál þó svo að vísu kæmust þau ekki langt frá innflytjendamálum.
Sást vel á málflutningi Jóns að ekki var þar á ferð maður sem gat staðið að baki skoðunum sínum, því hvorki gat hann svarað þeim skotum/punktum sem komu frá mér né Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Við höfum hingaðtil séð það að meðlimir þessa félags hafa ekki verið að láta ljós sitt skína á vettvangi fjölmiðla svosem í málinu á Skjá einum, fréttum á stöð tvo, Silfri Egils né á hvaða vettvangi öðrum sem þeir hafa komið fram.

Reyndar er það svo að á umræðuvef striksins um pólitík birtist grein eftir notanda sem kallar sig druggy og hefur hingaðtil ekki talist vera með gæfulegar skoðanir en þar segir hann meðal annars:

“Reyndar er ég búinn að missa alla trú á FÍÞ eftir lélegt viðtal við Jón formann á Fm 89,3 þar sem hann gat engu svarað.”

Hér er verið að vitna í hinn littla viðtalsþátt sem ég hafði og bendir þetta komment til þess að hér hafi í það minnsta einn af fyrrum fylgismönnum þeirra sveigt frá þeim.
Gildir ekki bara það sama um aðra staði þar sem þeir hafa komið fram? Eru þeir ekki búnir að klára sig sjálfir?