Bandaríkjamenn hafa alltaf verið “æstir” í að fara í stríð. Alla vegana hafa þeir alltaf verið “æstir” til að “frelsa heiminn” t.d. var verið að frelsa Evrópu undann járnæl fasismans og að frelsa Vietnam og Kambódíu undann “yfirgangi kommúnismans”. Kommúnistar voru bara að gera rauða byltingu gegn yfirvaldi þar sem var kannski ennþá verra en hinir “rauðu púkar kommúnismans”.
Þeir höfðu bara komist til valda í norður hlutanum en suður hlutinn er fékk hjálp frá Bandaríkjamönnum sem ætluðu nú bara fyrst að senda nokkra menn til hjálpar en endaði í stóru stríði. Bandaríkjamenn sendu sína þrautþjálfuðu hermenn út í rauðann dauðann í frumskógum og ófærum Vietnams. Fátæklingarnir í Norður-Vietnam voru hinsvegar kunnugir um frumskógana og fengu vopn og kannski smá liðsinni frá Sovétmönnum og Kínverjum. En Bandaríkjamennirnir börðust vel en náðu ekki að hjálpa hinum “gulu vinum sínum frá Suður-Vietnam því að þeir réðu ekki vð ”yfirgang kommúnismans“ og gátu því ekki haldið ”frelsi og friði" í Vietnam (ekki voru þeir að halda friðnum með því að skapa ennþá meira stríð en var fyrir). Norður-Vietnamarnir voru líka með bandamenn sem börðust með þeim. Skæruliðasveitina Vietkong. Bandaríkjamennirnir fóru halloka í stríðinu plús það að auðvitað voru mótmæli heimafyrir, þeir voru að senda hrausta hermenn út í víðáttumikla frumskóga, fjöll og í allt annað umhverfi en þeir voru þjáfaðir fyir. Út í stríð sem kom þessum hermönnum ekki einusinni við.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,