Eins og flestir íslendingar var ég að horfa á Stöð eitt í gærkvöldi þegar allir þrír forseta frambjóðendurnir sátu undir spurningum. Baldur, Ástþór og Ólafur núverandi forseti.

Hingað til hef ég alltaf haft lítið sem ekkert álit á Ástþóri nema að hann sé einhver algjör rugludallur sem ætti aldrei að fá að komast í Forsetaembættið en eftir þáttinn í gær er ég eiginlega komin á annað mál, allaveganna miðað við hina tvo frambjóðendurna.

Dæmi; Þegar Ástþór mætti í þingsalinn útataður í tómatsósu með allskonar skrípalæti og maður lítur á það sem algjöra heimsku og vitleysu og að svona maður sem er með svona skrípalæti í réttarsal ætti aldrei að fá að vera forseti Íslands. EN þegar maður fer að hugsa út í það hvers vegna hann gerði þetta, það var ekki að ástæðulausu. Ástþór var að benda á rétt mál enda vann hann málið í héraðsdómi OG hæstarétt, að flugvélar frá Íslenskum flugfélögum ættu ALLS EKKI að fara með skotvopn og annað til Íraks. Svo hann mætti í réttinn útataður í tómatsósu til að minna á allt fólkið sem lægji í blóði sínu akkúrat þessa stundina í Írak. Fyrir utan stimpilinn sem flugfélögin myndu fá á sig og verða skotmörk Alkaida manna.

Mér finnst Baldur algjörlega óhæfur í til að verða Forseti íslands, kemur illa að máli og hefur nánast ekkert að segja. Til dæmis tók Ástþór upp fyrir hann hanskan í einni spurningunni þegar hann vissi ekkert hvað hann átti að segja enda er Ástþór MJÖG sleipur í kjaftinum og blaðraði nánást allan tíman og stjórnendur þáttarins reyndu hvað eftir annað að þagga í honum en án árangurs þó að hann og Baldur hafi stundum farið yfir línuna í að ráðast gegn Ólafi með allskonar fullyrðingum.

Ég hef lítið að segja gagnvart Ólafi nema þetta sem hefur dunið á seinustu vikurnar, stór mistök sem eiga kannski eftir að kosta hann forsetaembættið?

Einnig ef Ástþór myndi verða forseti Íslands myndi hann vinna á fullu, ég er viss um það. Hann myndi aldrei sitja kyrr, hann myndi gera þetta og hitt. Reyna að koma á friði og reyna að koma öllum sínum plönum á framfæri. Hann er með góðar hugmyndir og kemur vel að orði. Kannski er þetta eitthvað sem okkur vantar? Og ég er viss um að þegar hann er orðin forseti hegðar hann sér sem slíkur.

En líklega er hann búin að skemma fyrir sér með þessum látum og of margir eru með það álit á honum sem ég hafði og það mun verða honum að falli. Hann er kannski einum of flippaður fyrir embættið.


—————
Halli
Hallgrimur Andri