Mér dettur þetta í hug því að mér hefur æ oftar dottið gamli Þjóðviljinn í hug þegar ég les Moggan. Nú veit ég að þeir eru allavega í einni krísu vegna Fréttablaðsins og gera nú allt til að ná til sem flestra, ekki bara flokksmanna Sjálfstæðisflokksins.

Mogginn virðist í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að taka afstöðu með Davíð og Co. í flestum málum, t.d. Fjölmiðlafrumvarpsmálinu, sem er reyndar þeim í hag líka, en svo að reyna að styðja um leið e.h. almennt eða “politically correct” viðurkennda afstöðu til annara mála.

Það stakk marga í augu um daginn þegar Moggin í ritstjórnargrein virtist í fyrsta sinn styðja stefnu stjórnvalda í Kreml. Þar er átt við fangelsun og nú réttarhöldum yfir einum “óligarkinum” olíuauðkýfingnum Khodorovski vegna ætlaðra skattsvika. Þó að allmennt sé talið að þetta séu skilaboð frá Pútin um að ekki skuli reynt að skáka honum pólitískt, þá spurði Moggin bláeygur hvort þetta gæti bara ekki verið rétt hjá Kremlverjum að kæra hann um skattsvik !

Það læðist að manni sá grunur að þarna geti andúð á gyðingum legið að baki, því að ótrúlega margir af þessum nýríku Rússum eru einmitt gyðingar. Mér dettur þetta í hug af því að umfjöllun Moggans um Ísrael og palestínu er orðinn allt önnur en var fyrir lok Kaldastríðsins, þegar Arafat var almennt talin hryðjuverkamaður. En nú er öldin önnur, Moggin virðist í öllu falli þurfa að beygja sig undir áróður félagsins Ísland-Palestína með reglulegum fréttum af hve illa Ísraelar fara með palestínumenn. Nú síðast var ég að sjá frétt í blaðinu um hvað Ísraelar voru vondir að stoppa Íslendinga á Stanstead flugvelli, á leið í “hjálparstarf” til Palestínu. Það var reynt að gera lítið úr því atriði að fólkið var að reyna að komast á fölskum forsendum inn í landið, þykjast vera almennir ferðamenn.

Fyrir tveimur árum þegar mikil umræða var vegna Palestínumálanna var hér staddur sænskur gyðingur sem talar íslensku og er menntaður í norrænum fræðum. Honum ofbauð einhliða fréttaflutningur af þessum málum hér en hann hélt að það væri slæmt heima í Svíþjóð. Hann fór fram á að Moggin birti grein eftir fræga Ítalska fréttakonu (Ariana Fallachi), þar sem var hallað á Arafat, en Styrmir ritstjóri hafnaði því, taldi það “ekki bæta neinu við umræðuna” !

Gamlir og gengnir Sjálfstæðismenn eins og t.d. Thorsararnir sem af gyðingum komnir(og áttu sinn þátt í viðurkenningu Ísraels) snúa sér líklega í gröfum sýnum yfir hvernig er komið er fyrir þeirra gamala málgagni, Morgunblaðinu.