Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn 75 ára.

Hugsjónir Jóns Þorlákssonar eru vissulega enn í fullu gildi enn þann dag í dag.

Flokkurinn hefur í gegnum tíðina barist fyrir frelsi einstaklingsins, verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum.

Fjölmargt ágætis fólk hefur verið í forsvari fyrir flokkinn, þátttakendur í flokksstarfinu eða einungis stutt flokkinn í kosningum.

Davíð Oddson hélt ræðu og ræddi um markmið og stefnumál flokksins. Sjálfstæði einstaklinga og fyrirtækja til orða og athafna.

Undir slíkt held ég að flestir landsmenn geti tekið.

Davíð sér ástæðu til að ráðast harkalega á stjórnarandstöðuna og einnig á skoðanir almennings til svonefnds Fjölmiðlafrumvarps.

Davíð sér ástæðu til að tala yfir hausamótunum á forsetanum, auk þess sem að hann telur að forsetinn sé algjörlega vanhæfur til að neita að skrifa undir svonefnt fjölmiðlafrumvarp.

Einnig telur Davíð að það sé mjög eðlilegt að hann megi hóta Umboðsmanni starfsmissi, sem og t.d. fólki sem ekki kýs Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem er með þætti í RÚV og grunsemdir vakna um að viðkomandi aðili kjósi “ekki rétt”, jafnvel maki viðkomandi aðila sé hallur undir annan flokk.

Þegar svo er komið að þjóðin er orðin algjörlega andvíg forsætisráðherra, þegar hann skilur ekki lengur muninn á lýðræði og “flokksræði”, en hinu síðarnefnda varaði málpípa Davíðs Hannes Hólmsteinn sérstaklega við í ágætri þýðingu sinni á bókinni: Leiðin til ánauðar.

Þegar fólk er hrætt við uppsagnir fyrir það eitt að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á hlutunum þá er kominn tími fyrir stjórnvöld að hugsa sér að annarri vinnu.

Alls ekki setjast í stól Dómsmálaráðherra, því að í því embætti er enginn eins vanhæfur og Davíð Oddson, sem skipað hefur frænda sinn í embætti og brotið sannarlega reglur í því sambandi. Þetta hefur auðvitað ekkert með persónuna að gera sem ráðin er t.d. í Hæstarétt.

Um þessi mál hefur verið mikið rætt í samfélaginu.
Fólk hefur komist að því að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki lengur fyrir því að berjast fyrir frelsi.

Flokkurinn er orðinn grímulaus hagsmunaklíkuflokkur, stefnulaust rekhald með skipstjóra sem á við verulegan heilsubrest að stríða.