Jæja… ég var bara að skoða morgunblaðið eins og vanalega við morgunmatnum í morgun þegar ég ragst á grein sem kom mér til að spíta matnum aftur á diskin en hún hljóðaði líkt þessu:

Ég sagði í síðasta pistli frá uppákomu í kaffistofu þingsins. Merkileg kaffistofa. Þegar ég var sendill, eða þingsveinn, hjá Alþingi sem unglingur var þetta smá kytra þar sem maður gat fengið ristað brauð með osti, pönnukökur með sykri o.þ.h. Nú er þetta glæsilegt hús og frábær matur í boði hjá henni Siggu. Samskiptareglurnar á kaffistofunni eru hins vegar einkennilegar. Þannig má starfsfólk ekki setjast við þau borð þar sem við sitjum nema vera boðið það og ekki vera “of kumpánleg” við þingmenn! Til að toppa þetta hafa svo Halldór og Davíð látið leggja fjögur innstu borðin í salnum hvítum dúk og afmarka svæðið með skilrúmum. Og við dúkuðu borðin mega bara höfðingjarnir sitja en pöpullinn verður að una við ódúkuð borð. Eflaust er eitthvað af þessum reglum apað eftir þingum annarra landa, en verður skelfing tilgerðarlegt á litlu kaffistofunni í Alþingi. Eitthvað svo óíslenskt. Maður fær einhvern veginn ekki varist þeirri hugsun að þeir sem þurfa drifhvíta dúka til að aðgreina sig frá venjulegu fólki þeim hljóti að leiðast óskaplega mikið…

ég tók þetta af http://www.helgi.is/?i=34

Svona hlutur er einhvað sem ég skil ekki… ég ættla ekkert annað en að hlæja af þessu og vorkanna Davíði og Haldóri að þeir þurfi að sína að þeir séu merkilegri en aðrir. En okey þetta tíðkast kanski í öðrum löndum svo þeim fannst þetta kanski svona ósangjarnt.

Þessi grein er á bls. 10 í morgunblaðinu.