Núverandi stjórnvöld hafa verið uppvís að misbeita valdi sínu margfaldlega.

1) Ráðist er á fólk með lygum og órökstuddum rógburði (Til dæmis fékk ég að kynnast þessari hlið)

Fjölmargir aðrir hafa sömu sögu að segja

2) Ráðist er á fólk með uppsögnum í starfi. (ég fékk t.d. að kynnast þessu)

Fjölmörg dæmi eru um slíkt núna síðast konu Ólafs Hannibalssonar er sagt upp vegna ummæla hans í grein í blaði.

3) Ráðist er á fyrirtæki: með einkalögreglu Sjálfstæðisflokksins Ríkislögreglustjóra.

Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hefur flokkurinn með skipulögðum hætti misbeitt valdi sínu til að gera stofnanir þeim auðsveipnar. Ef stofnanir sinna hlutverki sínu er ráðist á stjórnendur og starfsfólk með beinum eða óbeinum hætti.

Ég veit um fjölmörg dæmi um að lið sem er handgengt stjórnvöldum er afhent réttindi með misbeitingu stjórnvalds.

Nýlegt dæmi: Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli.

Gunnar Snorri: vitnar í aðila sem lýsir Stjórnvaldi sem stundar ekki réttlæti er BÓFAFLOKKUR.

Dæmi Lögreglan, Ríkisendurskoðun, Fiskistofa ofl ofl.

Niðurskurður fjármagns til viðkomandi stofnanna, ráðist á viðkomandi aðila beint eða óbeint. Síðan er oft sett upp önnur stofnun með “okkar liði” það er fólki sem er vilhalt undir stjórnvöld en hin stofnunin lögð niður.

Fréttamenn sem eru að sinna sínu starfi, eru lagðir í einelti, eða reknir.

Forsætisráðherra hefur því tekið upp þann sið að mæta eingöngu í Drottningarviðtöl (á hann eftir að koma út úr skápnum? eða hvað)

Skjá einum var hótað að þeir fengju ekki starfsleyfi nema að þeir rækju einn starfsmann sem spurði Hannes Hólmstein í beinni útsendingu óþægilegrar spurningar.

Þetta lið brýtur lög, en ætlar ekki að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir.

Fjölmörg dæmi eru um þetta. Núna síðast Björn Bjarnason, fleiri dæmi Sturla Böðvarson, Davíð Oddson í þessu alkunna

Fjölmiðlafrumvarpi sínu.

Um það er ekki deilt að það þurfa að vera tilteknar reglur varðandi eignarhald fjölmiðla.

Hins vegar eru engin dæmi um misbeitingu valds Baugs í sambandi við Stöð 2, Fréttablaðið, eða DV.

Viðkomandi fréttamenn eru að sinna starfi sínu af alúð, og láta hótanir valdsmanna sem vind um eyru þjóta.

Markús Örn Antonsson kom til starfa við RÚV undir því yfirskyni að hann væri að fara í sérverkefni.

Honum var laumað í stjórnunarstarf.

Fólki er sagt upp á grundvelli pólitískra skoðana, eða jafnvel skoðana maka!!

Núna er einkalögregla Sjálfstæðisflokksins að fara fram á símahleranir án dómsúrskurðar. Því verður misbeitt í enn ríkari mæli en nú er.

Þetta er samkvæmt skilgreiningu FASISMI.

Er þetta sem við viljum að okkar samfélag stefni?


Ég er ósammála.