Áður en ég kem að því efni sem þessi grein mun fjalla um langar mig að gera nokkra hluti alveg ljósa.
Það er ekki mín hugmynd með þessari grein að leyta eftir svörum frá einum né neinum við því er ég hef fram að færa nema að menn séu sammála því er ég legg hér fram.
Það hefur verið að mínu mati regla hjá þeim sem hafa ekki sömu skoðanir og ég að lýsa því hvað greinin sé léleg eða ómálefnaleg eða eitthvað sem í sjálfu sér hefur ekkert með greinina sjálfa að gera.
Það hefur verið tilhneyging hjá einum ákveðnum stjórnmálaflokk frá stofnun hans að gefa helst ekki frá sér neitt sem heitir skoðanir á einu eða neinu og helst að bíða og sjá hvað almenningi finnst um málið og helst að þvæla öll mál og reyna að komast hjá því í lengstu lög að tjá sig um hvort flokkurinn sé með eða móti þessu eða hinu málinu.
Jú þeir er gjarnir á að segja að þetta eða hitt sé nú ágætt en ekki alveg nógu gott, taka svo hugsanlega afstöðu en helst taka hana til baka i næstu setningu til að vera alveg viss um að ekki sé hægt að hánka flokkinn fyrir að hafa sagt þetta eða hitt eða verið með eða móti þessu og hinu.
Ég hef eins og margir verið að bíða eftir því alveg frá stofnun þessa ágæta flokks að þeir marki sér stefnu og láti í ljós skoðanir og standi við þær stað þess að vera með langar og leiðinlegar málalengingar um viðkomandi málefni sem á endanum engin veit um hvað viðkomandi þingmaður var að tjá sig um og engin leið var að komast að hvort viðkomandi þingmaður hafði þessa eða hina skoðunina á málinu heldur stendur maður uppi nánast alltaf gjörsamlega orðlaus vegna þess að þú ert ekkert bættari með því að hafa hlustað á viðkomandi þingmann tjá sig um málið því hann var algjörlega ófær um að segja skoðun sína á málinu sem hann var spurður að.
Í dag hélt t.d þingmaður viðkomandi flokks langa ræðu á alþingi um mjög stóra skýrslu, ég get ekki annað en tekið undir með háttvirtum menntamálaráðherra sem kom í ræðustól á eftir viðkomandi þingmanni og sagðist vera engu nær um hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefði á málinu.
Það er í mínum huga alveg klárt að ef þessi flokkur ætlar sér einhvertíman á komandi öld að eiga möguleika á því að komast í ríkisstjórn þá verða þeir að taka til hjá sér, byrja á því að taka skýrari afstöðu, segja fólki hvað þeir standa fyrir en ég sjálfur geri skýlausa kröfu um að menn tjái sig skýrt um mál þannig að viðkomandi sem er að hlusta á mann eða lesa eitthvað eftir mann að menn geri sér fulla grein fyrir hvað skoðun viðkomandi aðili hefur á málinu.
Með kveðju.