Já það er nú meira fjaðrafokið í þjóðfélaginu þessa daganna vegna fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin vill knýja í geggn nú rétt fyrir þingslit …ég er ekki alveg búin að mynda mér skoðun um það hvort ég telji mikilvægt að setja frekari lög um eignarheimild í fjölmiðlum …og hvað þá akkúrat núna? ….en mér finnst afgreiðsla þessa máls með öllu hin ótrúlegasta ….að menntamálaráðherra hafi afþakkað boð blaðamannastéttarinnar um að vinna með nefndinni sem átti að álykta um þetta mál og semja frumvarpið og skýringin var sú að nefndarstörf hafi þá þegar verið hafin þó að seinna hafi komið í ljós að nefndin hittist aðeins einu sinni til að ræða þetta veigamikla mál? …og að Davíð Oddsson hafi svo tekið fram fyrir hendur nefndarinnar og menntamálráðherra og samið frumvarpið sjálfur ….svo er haldið mikilli leynd yfir skýrslu nefndarinnar eins og umræða um þetta mál geti ógnað þjóðaröryggi eða eitthvað ….svo er efnt í skyndi til ríkisstjórnarfundar á sunnudags morgni (sem er mjög sjaldgjæft) til að samþykkja frumvarpið! …eins og þeim liggi lífið á? …já þetta mál er að mínu mati allt hið skrítnasta ….og mjög undarlegt að þetta frumvarp komi frá þeim flokki sem er lengst til hægri í íslenskri pólitík? …ég hefði frekar getað séð vinstri græna fyrir mér leggja fram mál af þessum toga. Og það sem ég hef lesið um þetta frumvarp í fjölmiðlum finnst mér margt mjög gamaldags og í anda einræðis ….og eins og Herdís Þorgeirsdóttir (sem var í silfrinu í gær) sagði þá er Davíð að fara fram á svipaða hluti og einhver bretakóngur á 17. öld …þ.e. með því að reyna að koma því í geggn að útgáfa dagblaða skuli vera leyfisskyld o.s.frv. en sem betur fer náði framsóknarflokkurinn fram nokkrum breytingum á þessu frumvarpi á fundinum í gær …samt sem áður er finnst mér framsóknarflokkurinn mjög undirgefinn í þessu máli - og gæti þar spilað inní hræðsla við það að koma stjórnarsamstarfinu í uppnám?? ….því það gæti auðvitað ógnað því að Halldór verði forsætisráðherra!

En allaveganna þá er ég ekki alveg búin að gera upp hug minn í þessu máli …og auðvitað ekki búin að lesa þetta frumvarp en ég vil endilega koma af stað smá umræðu hér á huga um þetta mál :)

…endilega segið mér skoðun ykkar!!


E.s. upplýsingar mínar um þetta mál koma úr Silfri Egils 25. apríl og fréttablaðinu, DV og morgunblaðinu þann 26. apríl.