Nokkuð hefur verið rætt um fé án hirðis. Er hér átt við að þetta fé er ekki á forræði einstaklinga sem eiga það. Þetta er að mörgu leiti kjarnin í rökum frjálshyggjunnar, að eingöngu einstaklingar geta borið fjárhagslega ábyrgð. Fé í eigu samfélags er þannig ábyrgðalaust þar sem ábyrgðin (eignin) er ekki rakinn til eigenda heldur umsjónarmanna, sem geta eytt því án raunverulegrar ábyrgðar, þar sem þetta er ekki þeirra fé, heldur eign félags.

Samkvæmt ströngu skilgreiningu ætti hlutafé stórra fyrirtækja að vera ábyrgðarlaust, forstjórinn/framkvæmdastjórinn á ekki þetta fé þótt hann hafi umboð til að rástafa því. Stjórnin á það ekki heldur þar sem í stjórn sitja ekki nauðsynlega fulltrúar allra hluthafi. Til að komast hjá þessum vanda, að ábyrgðalausir einstaklingar séu að ráðstafa fé sem þeir eiga ekki að öllu leiti, hefur oft verið sett fram sú siðferðiskrafa í viðskiptum, að eina skylda stjórnenda fyrirtækja er að ráðstafa fénu þannig að það auki hagnað eigenda þess.

Vandinn hér er að mörg fyrirtæki eru oft að gefa stóra hluti ágóðans til ýmissa mála. Stjórnendur ákveða að taka hluta arðsins og verja honum í “óarðbærar” fjárfestingar eins og stuðningur við hin og þessi samfélags- og líknarmál. Þetta má í reynd túlka sem innri skattheimtu á hlutafjáreigendur og er í sjálfu sér siðlaus, þar sem ábyrgðalausir einstaklingar eru að verja annarra fé til annars en þeir voru ráðnir og kosnir til þ.e. að auka hagnað eigenda.

Þeir sem tala gegn skattheimtu ríkisins en verja þessa styrkjastarfsemi almannahlutfélaga eru því ekki samkvæmir sjálfum sér. Eiginlega er þessi styrkjastarfsemi fyrirtækja “siðlausari” þar stuðningur við starfsemi sem er algjörlega óviðkomandi rekstri þeirra hlýtur að vera gróft trúnaðarbrot stjórnenda þess gagnvart hluthöfunum sem hafa eingöngu trúað þeim fyrir að ávaxta fé sitt og einskis annars. Ríkisvaldið hefur þó ýmsum lagalegum samfélagsskyldum að gegna, auk þess sem við kjósum okkur fulltrúa til að gegna þessum skyldum, þ.e. hvernig eigi að skipta ríkissjóðnum sem að stærstum hluta hefur orðið til vegna ýmiskonar skattheimtu.

Ósanngirnin í því að almenningshlutfé sé veitt í að styrkja hin og þessi verkefni felst í því að þau eru ekki obinber. Hinn almenni hluthafi hefur oft á tíðum engin tækifæri til að skoða hverja er verið að styrkja. Er fyrirtækið t.d. að styrkja óhóflega pólitíska andstæðinga einstakra hluthafa? Um þetta hefur hinn almenni hluthafi oft á tíðum ekki hugmynd. Opinberum stofnunum ber hins vegar lagaleg skylda til að upplýsa fyrir almenningi allar fjárreiður þess sé þess óskað.

Ég er þeirrar skoðunar að opinber stjórnandi sé ekki nauðsynlega ábyrgðarlaus gagnvart því fé sem honum hefur verið trúað fyrir. Sýni hann ábyrgðarleysi í umsýslu þess þá er honum einfaldlega refsað. Þessi refsing er oft á tíðum enn grimmilegri en ábyrgðalaus umsýsla stjórnenda einkafyrirtækja. Mannorð forstöðumanna ríkisstofnanna er jafnvel lagt í rúst vegna þess að reikningur fyrir pizzu hafi týnst (svo vitnað sé í nýlegt dæmi). Réttarrefsingin er líka harði gagnvart þeim sem brjóta af sér í opinberu starfi en þeirra sem brjóta sambærilega af sér innan einkageirans.

Opinber stjórnandi ber ríkulega siðferðislega ábyrgð gagnvart hirðingu þess fjár sem honum er treyst fyrir. Hann getur ekki farið út fyrir lagaramman sem hann starfar eftir við hirðingu þess, sem getur og er oft á tíðum félagslegar skyldur. Á meðan ábyrgð stjórnandans í einkageiranum er eingöngu viðskipalegs eðlis, þe. að auk hagnað hluthafanna. Það er síðan hluthafanna sem einstaklinga að ákveða hvernig þeir ráðstafa arðinum af hlutfé sínu. Það er algjörlega siðlaust að stjórnendur einkahlutafélagsins geri það fyrir þá.

M.