Það er alveg ótrúlegt sem maður finnur í laga frumskógi Alþingis. Vissuð þið t.d. að HÍ hefur einkaleyfi á að reikna út og selja dagatöl og almanök á Íslandi?

Ég skrifaði einmitt grein um þetta á hinni frábæru síðu www.frelsi.is
hér birtist greinin mín:

Einkaleyfi í skjóli ríkisins frh.

Í seinustu grein fjallaði ég um einkaleyfi Háskóla Íslands(HÍ) á sölu á happadrættismiðum í tilefni af nýsamþykktu frumvarpi Björns Bjarnarsonar dómsmálaráðherra um framlengingu á þessu einkaleyfi HÍ til næstu 15 ára.

Þetta er þó ekki eina einkaleyfið sem dylst innan veggja þessa stóru stofnunnar því að HÍ hefur einnig einkaleyfi á útreikningum og sölu á almanökum og dagatölum. Háskólanum er skylt að gefa út árlega dagatöl fyrir Ísland og dreifa því til allra kaupstaða eins og það er orðað í lögunum. Einkalaðilar mega því ekki flytja inn sín dagatöl þótt að þau gætu verið ódýrari fyrir neytendur og mundu að sjálfsögðu stuðla að samkeppni milli framleiðanda. Reyndar mega einkaaðilar fá undanþágu á þessu einkaleyfi HÍ en verða að greiða fyrir það ákveðið gjald til ríkisins, sem dómsmálaráðherra ákveður eftir tillögum frá samkeppnisaðilanum; Háskóla Íslands. Einnig má flytja inn erlend tímarit sem innihalda dagatöl og aðra skylda útreikninga. Þá held ég að það sé öllum ljóst að á internetinu getur maður fundið gjaldfrjálst ótrúlegt magn af svona upplýsingum.

Í ljósi þessa virðist sem svo að ríkið treysti engum öðrum betur en einum aðila, Háskóla Íslands, til þess að reikna út hvernig dagatöl eiga að vera, t.d. á hvaða degi 29. mars verður á næsta ári. Þetta einkaleyfi sem HÍ hefur er augljóslega barns síns tíma. Frá því að landið var einangrað og ekki margir sem voru svo mikið menntaðir að geta reiknað út dagatöl og almanök fyrir næstu ár.

Væri ekki betur komið fyrir neytendur, almenningin í landinu að ríkið væri ekki með fingurnar í þeim málum sem sjálfstæðir einstaklingar í landinu gera betur? Væri það ekki líka betur komið fyrir háskólan að þeir þyrftu ekki lengur að greiða gjald af þessu einkaleyfi sínu til ríkisins?
____________________________________________ _______________________

Hvað finnst notendum á huga um svona mál?
Er það ekki með öllu ólíðanlegt að ríkið sé að vernda svona starfsemi þegar hún getur verið óýrari fyrir almenning með samkeppni milli einkaaðila? Í þessu samhengi má líka nefna einkaleyfi HÍ á vörurhappadrætti, einkasölu ríkisins áfengi og tóbaki og margt fleira.

Kveðja,
Kári.
Kári Þ. Kjartansson