Nýleg soðannakönnun í Bandaríkjunum leiddi í ljós að þjóðin hefur ekki í manna minnum sýnt eins mikinn tvíklofa í pólitík. Annað hvort eru menn heitir með Bush eða ákafir stuðningsmenn Kerry. Ekki nema 8% sögðust vera óákveðnir, sem er einstakt þegar langir átta mánuðir eru til kosninga. Þessar tölur gætu bent til þess að það sé mikill munur á stefnuskrá þessara tveggja manna sem báðir eru á sextugsaldri, eru hvítir sem mjöll, útskrifuðust báðir frá Yale (1966 og 1968) og eru frá efnuðum fjölskyldum með rætur á norðausturströnd landsins. Auðvitað geta menn sem spretta úr svipuðu umhverfi haft gjörólíkar skoðanir, en Bush og Kerry liggja á dálitlu leyndarmáli sem sýnir á þeim allt aðra hlið en þá sem stöðugt er auglýst í imbakassanum. Þeir eru báðir í ótrúlega fámennu leynifélagi sem er vægast sagt mjög valdamikið. Þeir eru beinabræður – félagar í Skull & Bones.

Hvorki Kerry eða Bush eiga eftir að tala mikið um þessa óþægilegu staðreynd vegna þess að meðlimir sverja þess eið segja aldrei stakt orð um regluna. Þeir mega ekki viðurkenna þátttöku sína eða nefna nöfn annarra reglubræðra. Og þótt hlutverk Skull & Bones sé vissulega að hjálpa öðrum reglubræðrum að klifra metorðastigann (baktryggja sig á kostnað allra annarra í samfélaginu), þá vinnur klíkan líka að markmiðum sem ekki eru eins ljós.

Skull & Bones var stofnað árið 1833 að Yale og virðist hafa verið bandarísk útgáfa illræmds leynifélags frá Bæjaralandi sem hét “Hinir upplýstu”. Stofnandi þess var Adam Weishaupt, prófessor við háskólann í Ingolstadt. Þegar stjórnvöld komust yfir skjöl leynifélagsins árið 1785 og aftur 1787 þá kom í ljós að markmið þess var ekki minna en að leggja undir sig stjórnsýslu heimsins. Þótt slíkt takmark virðist í fljótu bragði vera út í hött, þá var félagið búið að grafa um sig á ótrúlega mörgum stöðum. “Hinir upplýstu” notuðu þá aðferð gefa öllum félögum dulnefni. Það er athyglisvert vegna þess að þegar menn ganga í Skull & Bones þá deyja þeir táknrænum dauða og fæðast aftur inn í söfnuðinn með nýtt nafn sem þeim er gefið.

Frá upphafi hafa 15 nýir meðlimir gengið í Skull & Bones árlega. Aldrei fleiri og aldrei færri. Miðað við fólksfjölda, ef við reynum að gera okkur grein fyrir hve hlægilega lág sú tala það er í Bandaríkjunum, þá mundi það þýða að ef sambærilegt félag væri til á Íslandi þá gengi einn maður í það á 66 ára fresti. Þrátt fyrir fámennið – og þá staðreynd að aðeins fjórðungur félaga virðist helga sig starfinu alla ævi (“nýskipan heimsmála”, New World Order, er ekki við allra hæfi) – þá hefur beinabræðrum tekist að framleiða þrjá forseta: Taft, Bush og W. Bush , auk fjölda annarra áhrifamanna. Og 2004 berjast svo tveir beinabræður um embættið!

Það verður löng úttekt á Skull & Bones á www.vald.org