Ég sat nú nýlega ráðstefnu um tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga þar sem heilsugæsla og öldrunarþjónusta er verkefni sem ríkið vill færa yfir á hendi sveitarfélagnna.

Samtök sveitarfélaga lýstu sig tilbúin til þess að takast á hendur slík verkefni en þar kann að vera um að ræða útgjöld er nema 30-35 milljörðum árlega.

Þarna er um að ræða þjónustu við íbúana þar sem valdið er fært heim í sveitarfélögin og því ber að fagna.

Hvers konar ákvarðanataka sem er nær íbúum til þess að hafa áhrif á sinn aðbúnað með beinum hætti er lýðræðisþróun að mínu mati.

Þætti gaman að heyra skoðanir ykkar á þessum verkefnatilflutningi.

kv.
gmaria.