Ég ætlaði eins og venjulega að setjast niður eftir matinn og horfa á kastljósið en þá kom í ljós að þáttastjórnendur höfðu ákveðið að hafa grínþátt þetta kvöldið. Gestur kvöldsins var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Eins og venjulega þá skildi ég ekki helminginn af því sem hann var að segja og sögur hans af sjálfum sér sem ungum dreng í fallegri sveit voru ,tja, í meðalagi miða við fyrri framistöðu í þeim flokki, enginn óskar þar. Hagræðing og lægra matvöruverð virtist ekki koma máli ráðherra við enda var hann upptekinn af endurmyningarsögum og háleitum lýsingum á landinu. Hann var nú samt að reyna að koma frá sér því að það ætti ekki að vélvæða kúabú því það hefði ekkert gott í för með sér. Landbúnaðastyrki taldi hann vera neitendum til hagsbóta og virtist ekki sjá að neitendur er einnig skattgreiðendur og því búnir að borga fyrir vöruna með sköttum, þ.e. af hluta.
Það sem þáttastjórnendur klikuðu á var að hafa Guðna ekki í umræðunni um lýsingu Gullfoss, hann hefði farið á kostum í þeirri umræðu. Það mætti líka hafa þát sem héti “hvað finnst Guðna” þar sem Guðni kemur og segir sögur af sjálfum sér og komentar á það sem er að gerast í samfélaginu.

Éf ákvað að skella inn smá bút af grein sem ég hef sent inn áður.
Yfirlýst markmið landbúnaðarstyrkja hér á landi hefur verið að viðhalda íslenskum landbúnaði og sporna við fólksflótta úr sveitum. Stuðningsmenn styrkjanna hafa auk þess oft haldið því fram að styrkir til bænda geri séttinni kleyft að selja landbúnaðarvörur á lægra verði en ella. Andstæðingar styrkjanna hafa hins vegar bent á að neytendur séu yfirleitt einnig skattgreiðendur og hafi því greitt fyrir vörurnar í styrkjaformi áður en þeir greiði fyrir vöruna við kassann. Þeir hafa einnig bent á að það form landbúnaðar, sem nýtur ríkisstyrkja, standi ekki undir sér og að aðrar greinar landbúnaðarins eins og svína- og alifuglarækt nái að lifa ágætu lífi. Fjölmargir hagfræðingar hafa bent á að beingreiðslukerfið letji menn til að hagræða og ná þeirri framleiðni sem til þarf til að standa undir sér.

Eitt að lokum. Afhverju sendum við Guðna ekki til Íraks bara til að sjá hvaða áhrif hann gæti haft á fólk þar?