http://willysutton.blogspot.com/

Fólk kemur ávalt með rök fyrir máli sínu enda er það mannlegt eðli að gera það. Hinsvegar eru þessi rök misgóð og oft grunar mann að oft gefi ekki upp raunvörulegar ástæður fyrir skoðun sinni. Til dæmis ef fyrirtæki fær styrk frá ríkinu þá viðurkennir enginn að styrkurinn sé bara góður fyrir eigendur fyrirtækisins. Það er ávalt talað um að styrkurinn sé svo góður fyrir nýsköpun, byggðarlagið eða ákveðna atvinnugrein eða eithvað ámóta.

Ríkisútvarpið hefur verið við lýði lengur en elstu menn muna og þeir sem tóku ákvörðun um stofnun þess eru löngu komnir undir græna torfu og allar aðstæður síðan þá hafa gerbreyst. Fyrst voru þjóðernisrök notuð. Ísland var sko alvöruland og þurfti því að eiga alvöru ljósvakamiðla. Ekki var það verra að hið nýja óskabarn þjóðarinnar var sem mótvægi við alla erlendu lágkúruna en það átti eftir að breytast þó. Lengi vel var talað um RÚV sem eithvað sérstakt öryggistæki fyrir landið ef eithvað hræðilegt myndi nú gerast. Þessi öryggisrök voru ekki svo rökrétt því ófrelsi í ljósvakamálum gerir það að verkum að færri komast að og þarafleiðandi færri ljósvakaleiðir sem nýtast gætu á hættutímum. Auðvitað var það svo að loksins þegar á reyndi um miðjan síðasta áratug þá virkaði bara sendar stöðvar 2 og síðan þá hafa öryggisrökin verið lítið notuð. En þó.

Önnur rök sem hafa verið notuð mikið eru mennigar rökin. RÚV er víst bara treystandi fyrir að viðhalda Íslenskri menningu. Ekki að afrekin séu mörg á því sviðinu. Spaugstofan er fín og margir ágætis þættir og útvarpsleikrit. Hinsvegar er ólíklegt að hið hæfileikaríka fólk sem fékk að spreyta sig hjá RÚV hefið setið aðgerðarlaust ef ríkið hefði ekki afskipti af þessum miðli. Byggðar rök gegnsýra landið. Það er ekki hægt að gera neitt án þess að það sé gott eða slæmt fyrir byggðir landsins á einhvern hátt og náttúrulega er RÚV ekki undanskilið. Ekki hlustar Willy meira á gufuna þegar hann er á ferð um landið en það er annað mál. Réttinda rökin eru móðins í dag. Menn eiga ‘rétt’ á hinu og þessu hvort sem það er ‘réttur’ til búsetu hvar sem er eða ‘réttur’ til þess að fá sértækar greiðslur frá ríkinu við einhver valin tilvik. Í öllu réttindarfárinu gleyma menn að hugsa um vesælingana sem þurfa nýjar kransæðar hið snarasta enda hafa þeir ekki menn á launum til að berjast fyrir þeim ‘réttindum’. Það er nú allt önnur ella. Höldum áfram: nú síðast börðust Kárahnjúkamenn fyrir því að fá kost á því að sjá ríkissjónvarpið uppá öræfum þar sem þeir eru að puða við að grafa göng. Það eru þeirra ‘réttindi’. Það er vonandi að þeir séu búnir að kaupa sjónvörp því fyrir stuttu voru verkamenn þar kvartandi yfir því að hafa bara 2 sjónvarpsviðtæki á staðnum. Ekki höfðu þeir hugmyndaflug til að kaupa sér viðtæki sjálfir en kanski hefur ræst úr því.

Nóg um RÚV. Ég gerði litla könnun á málefnum fyrir stuttu. Ég spurði hvers vegna menn vildu ekki leggja niður ÁTVR. Helmingurinn vildi ekki leggja ÁTVR niður vegna þess að þá myndi framboð á áfengi aukast. Hin helmingurinn ekki leggja ÁTVR niður vegna þess að þá myndi úrvalið á léttvínum minnka. Hér sameinast andstæður hópar um sömu vitleisuna á algerlega gagnstæðum forsendum og engum finnst það neitt skrýtið.

Auðvitað vitum við hinar raunvörulegu ástæður. Ríkisstofnanir eru ekki lagðar niður vegna þess að þá þarf að segja svo mörgum upp. Og þar sem stjórnmálamenn setja (lögum samkvæmt) svo mikið af sínu fólki inn á þessar stofnanir verður aldrei hægt að losna við þessar stofnanir.