Umræðan hér að huga einkennist nokkuð af fáfræði og að menn séu hrikalega illa lesnir í stjórnmálafræði.
Í fyrsta lagi er nasisminn og fasisminn lengst til hægri á vinstri-hægri kvarðanum. Aðeins meira til vinstri þar er afturhaldsemin, svo íhaldsemin og loks frjálshyggjan. Sá flokkur er varla til sem er aðeins frjálshyggjuflokkur. Þeir flokkar sem byggja hugmyndir sínar á frjálshyggju bera einnig vott af íhaldseminni og nota stefnur eftir hagkvæmni. Þeir eru oft nefndir borgaraflokkar. Svo verða menn að gera greinarmun á efnahagslegri frjálshyggju og félagslegri frjálshyggju. Efnahagsleg frjálshyggja er markaðshyggja. Hún er svipuð t.d. Tatcherismanum. Thatcher sagði: ,,there is no such thing as society“ og lýsir það þessari stefnu best. Hún gerir ráð fyrir félagslegri lagskiptingu: að það verði fátækt og sumir ríkir. Félagsleg frjálshyggja gerir ráð fyrir ríkisafskiptum til að sjá til þess að það sé ekki gríðarleg fátækt og mismunum. T.d Demókratar í BNA þó þeir séu vissulega einnig efnh. frjálsh.
Frjálshyggjan gerir ráð fyrir stéttaskiptingu. Frelsi einstaklingsins til að auðgast er ótakmarkað og það verða að vera einhverjir undir. Annars gengur hún hreint ekki upp. Hún skapar einokun á markaði með því að nokkrir sterkir einstaklingar ná að kaupa allt: Baugur, Samherji, Ágæti og margir fleiri. Frelsi hennar er ekki frelsi frá fátækt eða eymd. Það er frelsi hinna sem hafa efni á því að velja.
Óheft Frjálshyggja tíðkast í fáum Vestrænum ríkjum. Velferðarsamfélögin (norðurlöndin, ísland o.s.v.r) gera ráð fyrir að það sé nokkur frjálshyggja í efnahagslífi en alls ekki að hún sé óheft. Velferðarkerfið sýnir þeim skyldum á Norðurlöndum sem einkageirinn gerir í BNA. Til dæmis menntakerfi, félagslega kerfið (það er talið ”charity" í BNA) og svo framvegis.
Ef menn tala um frjálshyggju verða þeir að segja HVERNIG frjálshyggju þeir eiga við. Einnig verða menn að gera sér grein fyrir grundvallaratriðum hennar.
Og, nota bene, FRELSI er einnig kjörörð jafnaðarmanna. FRELSI allra óháð efnahag, uppruna og kyni. En ekki frelsi þotuliðsins.

Kveðja, AFG