Þegar litið er yfir sviðið inná Alþingi er ekki um auðugan garð að gresja.

1) Framsóknarflokkurinn: Sem ætti fyrir löngu að vera búið að leggja niður. Þingmenn flokksins kjósa ekki eftir eigin sannfæringu, heldur fara eftir flokkslínum. Fremur þreytt lið.

2) Vinstri Grænir: Staðnaðir gamlir kommúnistar, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Það var hins vegar beinlínis fyndið þegar Steingrímur J. flutti ræðu þar sem að kjarninn í ræðunni gekk út á frjálsa samkeppni: Stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Í sama blaði fóru Sjálfstæðismenn hamförum í ríkis-pils-kapítalismanum! Þetta er hreinlega orðið geðveikt ástand.

3) Samfylkingin: Samsettur flokkur þar, sem ægir alls konar skoðunum. Ingibjörg Sólrún, sem þrátt fyrir að hafa stýrt Reykjavíkurborg vel svona að mestu leyti, ætlaði að vera “bjargvætturinn á hvíta hestinum” frá Davíð siðspillta.
Það er nú svo: þó að fólk hafi fengið sig fullsatt af “ástandinu” þá spurði fólks sig. Heyrðu! er þetta eitthvað betra. Þegar ég sá t.d. starfsfólk Félagsþjónustunnar: einungis 2-3 karlmenn í 3-400 manna starfsfólki var ekki hægt annað en að spyrja sig: ? Heyrðu er kvenfólk orðið svona rosalegur forréttindahópur í borgnni?
Stefna Samfylkingarinnar varðandi Evrópumál er út úr kú. Það kostar 4-8 milljarða á ári að ganga þar inn, en við fáum sjálfsagt eitthvað til baka, en Jón Baldvin hefur gert samninginn að Evrópska Efnahagssvæðinu, sem hefur orsakað hagvöxtinn hér að mestu frá c.a. 1990. Þrátt fyrir að Davíð eigni sér annað.

4) Frjálslyndi flokkurinn. Sagður stofnaður í kring um eitt málefni: Sjávarútveg. Það er auðvitað rangt, en þeim er samt ekki alsvarnað. Margt gott kom frá þeim, en það vantar meiri eftirfylgni og “gæði” fólks í framboð í efstu sætin.
Algjörlega út úr kú hvernig formaðurinn lét Halldór Ásgrímsson taka sig á teppinu í skattamálum. Sérstaklega vegna þess að formaðurinnn Guðjón var með réttar tölur, en Halldór rangar!!
Það var samt ekkert gert í því að leiðrétta þann misskilning. Að lokum það að Frjálslyndi flokkurinn lét aðila í 1 sæti sem var á leið í fangelsið gerði út um trúverðugleika flokksins, þrátt fyrir að viðkomandi aðili væri að mótmæla reglum í sjávarútvegi, og búið er að leiðrétta þær reglur í dag. Samt sennilega skársti kosturinn í dag, en ekki góður.

5) Sjálfstæðisflokkurinn: Flokkurinn er stofnaður með frelsi einstaklingsins í huga. Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinaðist í þessum núverandi óhugnaði.
Áður fyrr voru vandaðir aðilar sem stjórnuðu flokknum. Jón Þorláksson verkfræðingu stór vel gefinn einstaklingur og hugmyndaríkur. Fólk í flokknum mátti ekki vamm sitt vita.

Öðlingar margir fylgdu í kjölfarið. Ólafur Thors, eldklár, Geir Hallgrímsson, sem ekki mátti vamm sitt vita.

Stefnuskráin mjög góð, ég skrifaði ritgerð um hana í menntó og fékk c.a 2 1/2 tíma hjá Geir sem þá var Forsætisráðherra. Hann gaf mér stefnuskránna, fór yfir málin og ég var áhugasamur.

Síðan kemur Þorsteinn Pálsson. Ég hélt upp á Þorstein, taldi hann vandaðann mann. Síðan fóru að renna á mann 2 grímur ef ekki fleiri. Eftir að hafa séð hvern mann hann hafði í raun að geyma, varð mér verulega brugðið og gat ekki varist hryllingi.

Við tekur Davíð Oddson. Að vísu hafði ég fregnað um yfirlæti og stjórnsemi Davíðs í borginni, sem fer oft á tíðum langt út fyrir lög og reglur landsins. En Davíð byrjaði vel. Gerði ýmsa góða hluti, passaði sig á því að hafa krabbann góðann, og hyglaði ekki vinum og vandamönnum, neitt sérstaklega meira en aðrir í öðrum flokkum höfðu gert.

Eftir 8 ár átti Davíð auðvitað að hætta, enda hefur það sýnt sig að það er tími, sem nægir góðum stjórnanda til að koma “öllum helstu málum sínum á framfæri”.

Í lok þess tímabils var Davíð orðinn verulega þreyttur, og talsvert var farið að bera á misbrestum í sambandi við misbeitingu valds, sem flestir ráðherrar beita í gegnum tíðina í mismiklum mæli.

Við tekur tímabil þar sem að Davíð hættir algjörlega einhverri hlutlægri afstöðu til hlutanna, en tekur sig til og fer að sjá andstæðinga í hverju horni.

Ég hafði farið út í svonefnt “Lakkrísmál í Kína”. Þó að ég hafi átt öll réttindin í því máli, sá Davíð og hans fylgifiskar til þess að ég myndi aldrei fá mitt í gegn. Lygum og rógburði var beitt og öllu kerfinu. Ég sá þá hvers lags var. Við búum ekki í réttarríki, heldur í hagsmunaklíkuríki, þar sem stjórnandinn beitir öllum brögðum, og breytir lögum að eigin geðþótta.


Þetta afhjúpaði fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki neinn frelsisflokkur, hvað þá lýðræðisflokkur heldur hagsmunaklíkuflokkur sem gerði það sem þeim sýndist óháð lögum og reglum.

Ráðist var á ýmsa aðila, gróusögum komið af stað um fyrirtæki og einstaklinga, svo langt að þetta er farið að fara út fyrir landsteinanna.

Hvernær losnar íslensk þjóð úr þessu ofríki? Blekkingar stjórnarflokkana fyrir síðustu kosningar var hreinn óhugnaður.

Misbeiting valds daglegt brauð.

Þjóðin er í algjörum vandræðum, opni fólk munninn er fólki hótað atvinnumissi, eins og gerðist einmitt hjá mér. Ég var hins vegar einungis að berjast í mínu máli.

Ómari Ragnarssyni hótað, syni hans, Steindóri Erlingssyni, ofl ofl ofl.

Þessar aðgerðir eru hrein aðför að lýðræðinu og skoðanafrelsi einstaklingsins.

Stöðuveitingar eru blygðunarlaust framkvæmdar eftir eigin geðþótta, og ef einhver opnar munninn eins og í landssímamálinu, er gengið í skrokk á fólki og það rekið.

Hér er því ekki lengur lýðræði, heldur einræði Davíðs Oddsonar.

Sorgarsaga fyrir íslenska þjóð.

Heilaþvegnir, dómgreindarlausir flokksdreglar hafa sig að fífli út um allar trissur.