Fyrirsögn þessi getur verið villandi, enda er ég ekki á móti því að ríkisvaldið verndi hag minn á ákveðnum sviðum og ber þar hæst séreignarréttin. En því miður verndar ríkisvaldið mig líka á óæskilegum sviðum, þar á meðal gegn hlutdrægum fjölmiðlum með rekstri ríkisútvarpsins.
Ég tel mig fullfæran um að velja hvort eða hvaða fjölmiðla ég vel að stytta mér stundir, jafnvel þó flestir þessir fjölmiðlar væru á hendi fárra manna. Því val mitt byggist á því hvaða fjölmiðil ég tel trúverðugan. Ef mér líkaði ekki efni viðkomandi fjölmiðils myndi ég segja honum upp.
Þrátt fyrir það er stór hópur fólks sem vill halda núverandi rekstarfyrirkomulagi á ríkisútvarpinu. Helstu rökin fyrir því eru að þjóðin þarfnist óhlutdrægs fjölmiðils. En þau duga skammt því sjálfstæðis og framsóknar menn eru í meirihluta í útvarpsráði, þó naumum þar sem einungis eru 7 aðalmenn í ráðinu. Ekki tel ég það vera óhlutdrægan fjölmiðil, en þrátt fyrir það er mér synjað um það val að hafna honum.
Aðrir halda því fram að RÚV gæti íslenskra menningar verðmæta en, þau rök ganga einnig skammt því til að mynda framleiðir skjár-einn miklu meira innlendefni, líka hefur heyrts sú röksemd að það verði að vera fjölmiðill tiltækur ef hamfarir skyldu skella á, það er líka rangt því það mætti setja lög sem heimilla almannavörnum að rjúfa útsendingu frjálsrafjölmiðla eins og þekkist til að mynda í bandaríkjunum.