Ég skil ekki fólk sem er að býsnast yfir því að landið er ekki hlutlaust. Við verðum að taka afstöðu, haldið þið að Svíar geti verið stoltir af því að hafa verið hlutlausir í seinni heimsstyrjöldini á meðan nágranna þjóðir þeirra voru herteknar af nazistum. Mér finnst það skammarvert að halda fram hlutleysi í málum sem snerta siðferðiskennd hvers og eins, eigum við að leyfa brjáluðum einræðisherrum eins og Milosevich að myrða saklausa borgara og komast upp með það? Nei, við eigum að taka afstöðu og halda uppi hugsjónum um mannréttindi og frelsi.

Stöndum saman á móti harðstjórum heimsins, verjumst með valdi ef nauðsyn krefur!