Þegar að draumur allra vinstri manna á Íslandi varð að veruleika, ein stór fylking félagshyggju, jafnaðarmanna og kvennfrelsis sáu nokkrir menn kost í því að fara. Allir vita hvernig sagan fór, þetta veikti hreyfinguna og allt er komið á sama stað og fyrir fimm árum. Hér var ekki hugmyndafræðilegur ágreiningur að baki heldu eiginhagsmunir.
Nú vilja þessir menn eyðileggja besta vinstri samstarf í Íslenskri sögu, R-listann. Já, já - það hefur enginn beðið þá að vera með. Það hefur enginn beðið samfylkinguna að vera með heldur, ekki eru þeir að þessu væli.
Svona skammsýni og hugsunarleysi ætlar því miður aldrei eftir að t enda. Ekkert gleður sjálfstæðismenn meira en veikri vinstri vængur og styrkri stöðu þeirra. Og þess vegna ætti Steingrímur J og félagar að fá verðlaun frá þeim fyrir frábæra frammistöðu.
Og ekki hætta hérna VG! kljúfum Vg og samfylkinguna aftur svo gamlir og þreyttir pólitíkusar með ,,nýja stefnu“ (sjáið utanríkismáastefnu hjá VG - þrjátíu ára gömul u.þ.b og þekkist ekki í nútíma flokkum)geta haldið þingsætum sínum!
Og þegar sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta (sem er breiðfylking hægrimanna) og það eru tíu vinstri flokkar með 35% þá skulum við fyrst fagna…
Þá geta Steingrímar og félagar litið stoltir til baka og sagt: ,,við gerðum þetta!”