Sælir Hugarar

Nú hefur verið mikið rætt um bannið á Rjúpnaveiðum í fjölmiðlum og er þetta mjög skrítið mál bannið tók gildi rétt áður en veiðitímabilið hafðist og á að standa yfir næstu 3 ár og eru skotveiðimenn á íslandi mjög ósáttir með það því að margir af þeim eru með skotveiðileyfi einungis í þeim tilgangi að skjóta Rjúpur. Talið er að helstu kostir með banninu séu að vernda Rjúpnastofninn en margir veiðimenn ætla ekki að láta bannið hindra það að þeir skjóti Rjúpur og er það mjög slæmt fyrir stofninn því eingin veiði er skráð og sest þá ekki hvað mikið að Rjúpum eru skotnar. Einn skotveiðimaður líkti þessu við að banna veiði á rjúpum sé eins og að lækna tannpínu með handsprengu. Sif Friðleifsdóttir ráðherra sagði stofninn ekki vera í eðlilegum sveiflum, fjölgunin næmi ekki 50% milli ára heldur einungis 20-25%. Þúsundir veiðimanna, sem myndu nýta frítíma sinn til rjúpnaveiða, eru í stað þess að nýta frítíma sinn til gæsaveiða. Þetta eykur líkur á því að óhóflega verði veitt af gæs. Það verður að teljast vera furðuleg aðgerð hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að setja rjúpuna á válista þó svo að ekki liggi fyrir neinar upplýsingar um stofnstærð hennar og afar takmarkaðar upplýsingar um áhrif skotveiða á stofninn.

En af hverju að banna ekki frekar sölubann á Rjúpuna sem gerir það að verkum að menn eru ekki að veiða Rjúpu einungis til að selja hana???

Kveðja,
Xenze