Enn og aftur um mannréttindi Mikið gríðarlega er ég pirraður yfir því að stjórnskipulag landsins skuli vera þannig að þingmenn geti tjáð sig af fávisku og fordómum um frumvörp til laga og fengið þau felld með því valdi sem þeim er falið í té, með hjálp þessa svokallaða þinglýðræðis.

Og í framhaldi af því veltir maður fyrir sér ..
Ef þetta getur átt sér stað á einu sviði, afhverju ekki í öðrum og jafnvel veigameiri málum sem snerta alla þjóðina. Hvernig í ósköpunum getur maður borið nokkuð traust til löggjafans eftir svona hringavitleysu eins og öll þessi umræða óneytanlega var?

Einn þingmaður vinstri grænna lét eitthvað í þá áttina falla að ef rússnesk rúlleta væri íþrótt og ef frumvarp um að lögleiða hana væri til tals á þingi, hvort flytjendur hnefaleikafrumvarpsins myndu líta á það sem sjálsögð mannréttindi og spurningu um einstaklingsfrelsi að fá að stunda hana.

Hvers konar vitleysa er þetta? Eru þetta rök?

Nei, augljóslega ekki. Það sér hver maður að þetta er gegnsýrt af fordómum og virðingarleysi við þá sem eru að berjast fyrir því að fá að stunda sína íþrótt. Fyrst og síðast, mundi ég ætla, er þetta spurning um mannréttindi. “Bíddu við” gæti einhver sagt, “er þetta ekki siðferðislegs eðlis, að leyfa íþrótt sem er augljóslega drifin áfram af ofbeldi og hlýtur þar með að stuðla að því?”.

Jú og nei.

Hvar erum við stödd ef við látum 63 manns á þingi miðstýra okkar gildismati? Samfélaginu stafar ekki sérstök ógn af þeim sem stunda ólympíska hnefaleika, frekar en þeim sem stunda júdó, karate, tai- íþróttir og síðast en ekki síst bændaglímu, þjóðaríþrótt okkar íslendinga og þ.a.l. stolt okkar eða hvað?

Flestar þessar íþróttagreinar eiga það sameiginlegt með hnefaleikum að nokkurs ofbeldis gætir, því verður ekki neitað. En hvar skera hnefaleikarnir sig úr? Jú, þeim hefur nefnilega láðst að fela sig bakvið listaskjöldinn, þetta merkilega óskilgreinanlega hugtak “list”. Þetta hugtak hefur nefnilega notið nokkurrar friðhelgi hjá þingmönnum þjóðarinnar. Hvort sem það eru bardagaíþróttir eða nú síðast nektardans þá hefur þetta alltsaman sloppið í gegn á þeim forsendum að þetta tengist list og tjáningarfrelsi einstaklingsins á nokkurn hátt.

Þetta er nú alltsaman meiri endemisvitleysan