Síðustu daga hefur verið umræða um það hvort að Björn Bjarna hættir sem menntmálaráðherra og taki slaginn í borginni og fer á lista sjálfstæðismanna í borginni.
Ég tel að Björn eigi góðan möguleika á því að verða kosinn borgarstjóri þar sem að hann hefur staðið sig með prýði sem menntamálaráðherra. Að mínu mati er Björn sá maður sem að getur leyst Davíð að hólmi þegar hann hverfur til annara starfa.
Ef að Björn myndi taka þá ákvörðun að gefa kost á sér þá tekur hann mikla áhættu með sinn pólitíska feril. Annað hvort er maður sigurvegari eða ekki.
Spennandi verður að sjá hvað hann gerir en ég myndi kjósa hann ef hann færi í borginna.