Árni Johnsen Fyrst að það vaknaði upp umræða í síðustu grein minni um Þórólf Árnason borgarstjóra um Árna Johnsen langar mig að skrifa aðeins um hann.

Árni Johnsen er fæddur í Vesmanneyjum þann 1. Mars árið 1944.

Á árunum 1997-2001 þá starfaði Árni sem þingmaður og var einnig formaður byggingarnefndar þjóleikhússins en í þeirri nefnd sem að skipuð var af Menntamálaráðherra voru víst aldrei neinir formlegir fundir eða gerða fundagerðir yfir þá. Árni sagði í skýrslu hjá lögreglu hafa verið formaður nefndarinnar, framkvæmdastjóri, samningamaður, sendill og eftirlitsmaður verkefna. Þjóðleikhússtjóri hafði sagt við hann hvað átti að gera við Þjóðleikhúsið, og sagðist Árni ætla að tala við Ístak og láta þá sjá um framkvæmdir. Hann ætlaði jafnframt að funda með þeim en gerði það aldrei en talaði eitthvað við þá símleiðis.

Á þessum tíma á Árni að hafa dregið að sér Jólaseríur sem að hann tók út hjá Dengsa ehf í Reykjavík þann 22. Desember að fjárhæð 217.257 krónur. Árni á að hafa lagt til að settar yrðu svokölluð Leiðarljós sem að ekki var gert en átti að gera ári seinna. Og á meðan voru seríurnar í hans vörslu. Árni tók líka út þéttidúk og lím fyrir 178.658 krónur. Og reikninginn lét hann stíla á Byrggingarnefnd þjóðleikhússins vegna bílaplans og smíðaverkstæði. Einhver leki á að hafa verið í þjóðleikhúsinu á þessum tíma en ólíklegt þótti að Árni mundi kaupa dúkinn án samráðs við aðra nefndarmenn eða stjórnendur þjóðleikhússins. Enn svo fór dúkirinn til Vestmanneyja og segir Árni að það hafi verið fyrir mistök. Svo er Árni sakaður um að hafa reynt að kaupa Timbur, þéttull og aðrar byggingarvörur frá BYKO að fjárhæð 1.016.069. Og allt stílað á byggingarnefnd þjóðleikhússins vegna leikmunageymslu. Þegar að upp komst um málið stökk Árni til og greiddi þennan reikning.

Árni Johnsen var dæmdur í 15 mánaðafangelsi. Og átti hann að greiða 2/3 hluta af 800.000 króna í málskostnað. Einnig átti Árni að greiða það sem að hann hafði keypt fyrir sjálfan sig á nafni byggingarnefndar þjóðleikhússins.

Árni er nú inn á Kvíabryggju þar sem að hann er búinn að redda nýjum rúmum. En Árni verður ekki mikið lengur þar því að hann er að koma í Reykjavík bráðlega og dvelur hér á stofnun og þarf að vera kominn inn klukkan 21:00 á kvöldin. Þar er hann í tæplega hálft ár og svo er hann vægast sagt frjáls ferða sinna nema að hann er reyndar á skilorði.

Á hann að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningar ?
Viljið þið sjá hann aftur ?