Tók eftir því í dag er ég hlustaði aðeins á röflið á Alþingi, að Drífa J. Sigfúsdóttir (Sf. held ég) kom með fyrirspurn um hvort starfsheitið “Viðskiptafræðingur” réttlæti lögverndingu. Það eru einhverjir innan HA, HR og á Bifröst (TÍ er held ég ekki að röfla) sem vilja líka fá að kallast viðskiptafræðingar (þó að mikið af þessu námi sé í rekstrarfræðum). Það er áherslumunuur á milli þessara faga þó að námsefnið sé eðlilega mjög svipað. Mér finnst þetta nöldur og sönnun þess að það er alltof stór hópur sem lítur á háskólanám sem “verkfæri” til að ná sér í gráðu, en ekki menntun. Menntamálaráðherra tók nokkuð vel í fyrirspurnina og sagði að honum fyndist sem lögin frá 1981 um lögverndað starfsheiti fagsins, séu úrelt. Vissulega er mikið til í því vegna fjölgunar háskóla, en kommon er ekki eitthvað þarfara til að rífast um.