Afkoma heimila þessa lands hefur goldið afhroð, sökum þess að vextir hafa hér verið himinháir og kostnaður af fjárskuldbindingum
því stórkostlegur á sama tíma og lækkun skatta á tekjur um og við fátæktarmörk hefur ekki lotið endurskoðun stjórnvalda þrátt fyrir loforðaflóð fyrir síðustu kosningar.

Almenningur hefur því verið skattpíndur út í hið óendanlega, og fjöldi gjaldþrota einstaklinga aukist.

Samtök atvinnulífsins þykjast ekki geta greitt hærri laun þótt atvinnulífið hafi þó fengið sérstakt skattaumhverfi þessarar ríkisstjórnar.

Er ekki kominn tími til þess að slíkt fari að skila sér til launþega í raun ?

Láglaunafólk hefur ekki fundið fyrir kaupmáttaraukningu enda skattleysismörkin aftengd þróun launavísitölu 1998. og hafa því staðið í stað, þar sem tekjur við fátæktarmörk gera það að verkum að hinn fullvinnandi maður lendir undir þeim við greiðslu skatta.

Þetta er hneisa sem þarf að lagfæra og vonandi er að verklýðsforkólfar semji ekki af sér kaup og kjör einu sinni enn.

góð kveðja.
gmaria.