skattalögin:
íslensk skattalög finnast mér út úr kú. Þau eru bæði ekki nógu
einföld (nokkuð margir sem einfaldlega ekki skilja hvernig þetta
er reiknað) og svo ósanngjörn, það er t.d. mjög óhagkvæmt að vera
giftur og það er ekki óalgengt að fólk sklji til að spara
peninga í skatta.

mín tillaga: gera þetta einfaldara og setja háttekju skattmörkin
mun ofar, t.d. um 400-500þ því 200þ á mánuðu eru bara ekkert há
laun. síðan vildi ég að fólk færi ekki að borga skatt fyrr en
eftir svona 160þ en minka persónu afsláttin og láta hann virka fyrir
allt árið (ef þú ert að vinnna í janúar og átt engann
uppsafnaðann persónuafslátt en safnar honum síðan upp yfir árið
færðu borgað til baka um áramótin af skattinum eins og þú hefðir
átt uppsafnað)
þetta er náttúrulega bara tillaga og enganvegin hugsað sem
endanleg laus heldur bara svona hvað væri hægt að miða við.
samkynhneigð:núna meiga samkynhneig pör ekki gifta sig, og með því
öðlast sama lagalega rétt og gagnkynhneigð pör, þetta er eitthvað
sem ég hélt að ætti ekki að tíðkast á þessari öld, síðan má
samkynhneigt fólk ekki ættleiða börn og hommar ekki gefa blóð í
blóðbankann (þótt það sé auðvitað ekkert í lögum) þessu ætti að
breita að mínu mati þótt ég sé ekki samkynhneigður, bara spurning
um mannréttindi.

fíkniefnalöggjöf:
fólk fær sektir og fer í fangelsi fyrir notkun eiturlyfja sem
mörgum finnst ekki verri en tópak, áfengi eða kaffi og fólk sem
selur eða flytur þetta inn fær mun þyngri dóma en nauðgarar og
morðingjar (furðuleg forgangsröðun).

mín tillaga: ég er með 2 útfærslur hérna þótt auðvitað sé hægt að
útfæra þetta endalaust.
no1. leyfa algjörlega einkaneislu á öllum vímuefnum (í heimahúsum
og kanski reykja hass á kaffihúsum með leyfi) og sölu líka,
ekki mikið mál að nota allan þann pening sem fæst úr þessu til að
reka meðferðarstofnanir og setja í forvarnir.
Allt nátúrulega bara selt í ríkinu amk til að byrja með.
no2. leyfa mjúk efni eins og kannabis, þeas neislan er lögleg og
þú mátt vera með minna en t.d. 15gr af hassi á þér, ef þú átt
meira en það er það til sölu og þú færð smá sekt. önnur efni eru ekki leifð til sölu en einkaneisla er leyfð. þannig verða bara dópsalarnir fyrir resingu en ekki fíklar, held persónulega að þessi leið sé sniðugust.

nauðuganir og barsmíðar:
eins og er er refsirammin fyrir naðuganir minni en en fyrir
fíkniefna smygl, þetta er að mínu mati fáránlegt, það er annan
stað að vera að refa einhverjum fyrir að rústa lífi einhvers og
síðan fyrir að flytja lyf inn sem fólk ákveður í flestum
tilfellum að taka sjálft og hlýtur mjög sjaldan varanlegan skaða
af. Síðan er ekki tekið nógu alvarlega á venjulegum barsmíðum,
þeas þeim sem ekki valda varanlegri örorku og álíka en samt
töluverðum áverkum, það þarf algjörlega að breyta þessu.

mín tillaga: hækka refsi ramman fyrir nauðganir úr max 6 ár(eftir
minni bestu vitneskju) upp í 2.5 ár til 8 og reynslulausn ekki
leyfileg fyrr en eftir að minsta lagi 2.5 (svekkjandi fyrir þá sem
fengu þann dóm) og síðann ætti fíkniefni ekki að vera resiverð
eins og ég tók fram áðan.
hafa ætti líka hliðsjón af hversu miklu ofbeldi var beitt og
hversu grimmileg nauðgunin var og hvort viðkomandi hafi misnotað
traust þolanda, vinur/skyldmenni og auka refsinguna í samræmi við
það.

vændi finnst mér að ætti að vera lögleg stétt sem myndi bara hafa
stéttarfélag og kjarasamningna og borga skatta eins og er
sumstaðar gert, ekkert að því að fólk vilji selja líkama sinn
þótt það sé kanski alltaf sem það hefur um margt annað að velja.
en allt hórmang (pimping) og kynlífsþrælasala ætti að sjálfsögðu
enþá að vera kolólögleg (ætti nú alveg að vera svona 20 ára max
fangelsi fyrir mannsölu)

já ég nenni ekki að skrifa meira núna enda ekki meira sem ég man
eftir í augablikinu en ég vona að þeir sem nentu að lesa þetta
allt hafi haft gaman af þessu og séu ekki alveg rauðir af bræði

yfir skoðunum mínum.
endilega látið líka ykkar eigin skoðanir um hvað mætti betur fara

í samfélaginu og ekki bara skrifa eitthvað bull ef þið eruð

ósammála mér.
skrifið endilega ykkar eigin svona grein, þeas ef þið munið eftir
einhverju sem mætti betur fara sem er ekki hérna.
það amk offramboð af asnalegum lögum svo eitthvað til að skrifa um
ætti ekki að vera vandamál.

ps. man núna eftir nokkrum hlutum í viðbót: STEF eins og það
leggur sig er fáránlega útfært, ég er ekki sáttur með örorkubætur
og bara bætur almennt, fólk er líka farið að borga of mikið í
sjúkrakerfið því þetta ætti að vera næstum ókeypis (þótt þetta sé
ekkert líkngu við BNA enþá)

höfundur er fullfrískur, ógiftur, neitir ekki fíkniefna auk þess að
vera í námi svo hann borgar ekki skatta að neinu ráði.