Nú er Írak “frjálst” !!! Bush, Powel, Rumsfeld og Blair voru svo vænir, örlátir og skilningsríkir að þeir frelsuðu heiminn undan ógnarkrafti Saddam Husseins og gífurlegum hernaðarmætti hans.

Kjaftæði !

Írak var engin hætta gangvart heiminum. Auðvitað var Hussein viðbjóðslegur maður sem á skolið að deyja, en ekki á kostanð saklausra fórnarlamba.
Hann var heldur ekki eini vondi kallinn í heiminum. Kim Jong Il, aðalritari “kommúnistafloksins” í N-Kóreu er margfalt verri maður, hann er hættulegri og hann Á efna, sýkla og bráðlega kjarnorkuvopn. En BNA ákveður að fara diplómatísku leiðina til að koma á “friði”, þrátt fyrir hann sé í eylífum hótunum um að eyða öllu lífi í kringum land sitt (sem hann og getur).

Afhverju hefur ekki verið ráðist á N-Kóreu ?
Svar: Talið er að þeir gætu skotið eldflaugum á BNA og engin olía…

Í Sádi-Arabíu er spillt konungsstjórn við völd sem lætur pinta fólk á almannafæri og aðstoðar ýmsa hryðjuverkamenn (Þó er það óstaðfest, en mun meiri líkur á að þeir styði þá en Írak)

Afhverju er ekki ráðist á þá ?
Svar: Þeir eru vinveittir BNA, og þar sem það eru alltaf að fást færri og færri þjóðir til að styðja tilgangslaus dráp, er gott að halda þessum köllum á lífi.

Ísrael, Ariel Sharon er nú farinn að gera tilraunir á því hversu langt hann má fara í því að herma eftir Adolf Hitler með því að loka Palestínumenn inni og gefa hermönnum “veiðileifi” á þá. Þrátt fyrir þetta dæla BNA-menn peningum og vopnum í Ísrael, sem er líka eina landið í heiminum sem vitað er að eigi kjarnorku og efnavopn, en neitar að viðurkenna það og neitar auk þess að hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ inn í landið. Þar að auki er þetta eitt ríkasta land í heimi og þarf ekki neina efnahagsaðstoð, enda var þeim gefið allt það land sem gaf eitthvað af sér eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Afhverju er ekki ráðist á Ísrael.
Svar: Þeir eru vinveittir BNA og styðja 110% nýju stefnu Bush "Kill first, then find a reason. (Auk þess má ekki hata gyðinga, þá ertu nasisti)

Kúba er einræðisríki stjórnað af manni sem BNA gerðu geðveikan með öllum morðtilraununum og hann drepur menn sem eru honum ósammála.

Afhverju er ekki ráðist á Kúbu ?
Svar: Þeir hafa gert árás á Kúbu en hún mistókst. En síðan sömdu þeir við Sovétríkin um að þeir myndu aldrei gera árás á Kúbu jafnvel þó að Castro dundaði sér við að drepa andstðinga sína, svo lengi sem USSR myndi ekki koma upp kjarnorkuvopnum þar. (Auk þess tóku þeir í burtu sína eigin skotpalla æi Tyrklandi og skildu þannig Tyrkland eftir óvarið.

Áður en Castro gerði byltinu var annar einræðisherra við völd. Það var hann Fulgencio Batista og var hann mun verri en Castro var nokkurntíman.

Afherju réðust þeir ekki á Kúbu ?
Svar: Batista var hlyntur BNA, og svo ÁTTU BNA-menn allt land í Kúbu sem gaf af sér sykur og græddu fullt af peningum út af því.

Kína er einræðisríki sem hefur yfir að ráða RISASTÓRAN her efnavopnum, sýklavopnum og kjarnorkuvopnum. Þar er fólk líflátið fyrir reiðhjólaþjófnað svo dæmi séu tekin og hver man ekki eftir því sem gerðist á torgi hins himneska friðar ?

Afhverju er ekki ráðist á Kína ?
Svar: Jafnvel þó að þetta sé kommúnistaríki þá munu þeir ekki ráðast á Kína, enda er það of kostnaðarsamt og hættulegt, enda gætu þeir tapað.

(Við þetta má bæta að ekkert þessara landa mun auðga ellilífeyrissjóð Bush og Co. eins og olí Íraks mun gera)

Þetta eru bara fáein dæmi um lönd verri en Írak…….
Ég vona að þetta síni ykkur forgangsröðun þessara kalla, sem eru tilbúnir að ljúga upp í opin ginið á fólkinu sem kom þeim til valda, bara til að þeirra skoðanir nái fram að ganga.
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”