Var að horfa á þetta í fréttunum á Stöð 2. Allar tölur voru reiknaðar til núvirðis, holræsa og önnur “gjöld” ekki tekin með, og þrátt fyrir það þýðir þetta 20 þúsund króna skattahækkun á mánuði á 4ra manna fjölskyldu!

Mér finnst sjálfstæðismenn oft of rólegir í því að minnka skattbyrðina, en það er alveg deginum ljósara að vinstri menn eru aldrei betri kostur.

Ég hvet borgarbúa að hrökkva úr þessu samfylkingar helsis spori sem þeir hafa verið fastir í síðustu ár og kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og ætti að vera hagkvæmast að reka, því þurfa skattar alls ekki að vera svona hræðilega háir hér.